Friday, September 30, 2005

Klipping Klipping

Já í dag var sko skóladagur hjá mér að vísu bara stuttur en samt fékk ég að fara... Við fórum saman stór fjölskyldan í morgun og ég vildi endilega að mamma myndi fylgja mér inn þar sem við vorum orðin pínu lítið of sein en það skipti bara engu máli við mamma hlupum inn í skólan og þá vildi ég endilega fara úr úlpunni og skónum og hengja úlpuna upp á snagan minn og svona... Svo kyssti ég bara Ma bless og labbaði inn í skólastofuna ekki mikið mál fyrir mig ha.... Orðinn svo stór og flottur.... Svo vorum við bara að leika í skólanum og ég fór út í fótbolta og eitthvað svona skemmtilegt....
Kom svo ekki sú gamla og sótti mig í skólan en ég vildi sko bara að hún myndi sækja mig og vitir menn hvað kom ég ekki með heim??? Jú jú með pakka handa þeim gamla en það er víst einhver PAPA dagur á sunnudaginn, en ég er nú bara svo sérstakur að ég tími bara alls ekkert að gefa pabba pakkan segji að ég eigi hann alveg sama hvað við mig er sagt, svo það verður gaman að sjá á sunnudaginn hvort ég tími að gefa hann eða ekki...
Þegar við vorum svo kominn heim ákvað mamma að búa til pizzu þar sem Oliver er alltaf svo svangur þegar hann kemur heim í hádeginu, já nema hvað auðvita aðstoða ég hana við þetta, hún ákvað svo bara í miðju kafi að drífa sig að sækja Oliver og tala aðeins við kennaran hans og við þ.e.a.s ég og pabbi áttum bara að sjá um að klára pizzuna og henda henni inn í ofninn.... Jú við gerðum það og gott betur en það líka haldið þið ekki að karlinn hafi bara KLIPPT mig meðan Ma var í burtu (hún næstum grét, þar sem hún var búinn að ákveða að ég ætti að safna hári og fá strákaklippingu þegar ég færi til Íslands en ég er/var sko með skjannahvítt hár og það var svona smá liðað í hnakkanum ekkert smá sætt, sko ekki hár eins og pabbi og Oliver eru með).... En já ég var sko bara sætur með svona lítið hár eina ferðina enn....
Við fórum svo í IKEA þegar Oliver fór í skólan aftur. Sem var bara fínt ég fékk að fara í barnalandið meðan Gamla settið var að skoða... Eftir IKEA fórum við heim og þá fór ég í þann pakka að þvælast fyrir Pabba meðan hann setti saman fataskápinn hans Olivers.... Svo var bara farið snemma í bælið eins og alla hina dagana og ég var sko bara óvenju lítill Emil í dag sem betur fer segir hún Mamma sko bara.....
Læt svo heyra frá mér þegar eitthvað meira gerist í mínu lífi...
Kv. Kriss með stutta hárið....

Thursday, September 29, 2005

Engin skóli í dag..

Helló,
Þá er ég fyrir löngu sofnaður eftir rólegan dag... Ég var sem sagt bara heima í allan dag, engin skóli hjá mér, var bara að chilla með þeirri gömlu þar sem Oliver stóri fór í skólan í morgun og sá gamli í vinnuna.. Við vorum bara í róleg heitum settum í nokkrar þvottavélar og hengdum upp og svoleiðis skemmtilegt... Ég sagði nú samt fyndið þegar ég sá sólina í hádeginu þá sagði ég mamma mamma drífum okkur út í sólina förum í sólbað, vitir menn það var nefnilega rigning hjá okkur í morgun svo mér fannst þetta alveg tilvalið... En svo var nú komið fínt veður eða svona þegar við löbbuðum í hádeginu og sóttum Oliver...
Ég var svo smá Emil í dag þurfti mikið að fikta og svona eins og gengur og gerist, til að gera kellu aðeins meira gráhærða, er það ekki allt í lagi....
Ég lék mér svo smá við Oliver (en var samt mest í þeim pakka að reyna að komast inn til hans þar sem það er bannað núna, Oliver nennir ekki að hafa mig lengur inni hjá sér þar sem ég róta allt út um allt og neita svo að taka til eftir mig)..... Svo kom nú Pabbi loksins heim frekar seint og þá fór ég í það að þvælast fyrir honum meðan hann eldaði þar sem Ma var upptekin að hjálpa Oliver.... Svo fékk ég að borða og að fara með karlinum í bílskúrinn að bora eitthvað drasl upp og svona, og þegar ég var rétt að byrja að hafa gaman af því þá kom sú gamla niður og sótti mig sagði að það væri kominn svefntím (ég hélt nú ekki þar sem það var ennþá dagur úti og ekki búið að kveikja ljósin á hraðbrautinni, halló) en ég fór upp með Ma og sofnaði á 5 mín. svona eins og vanalega enda veitir mér ekkert af svefninum þar sem það er skóli hjá mér í fyrramálið og í kvöld vildi ég það að Mamma myndi keyra mig það verður nú gaman að heyra hvað ég segji í fyrramálið... En það er nú bara stuttur skóladagur hjá mér á morgun frá 08-11:40....
Læt ykkur vita á morgun hvernig skóladagurinn minn gengur (kanski ég munir þá hvað einhverjir fleiri krakkar heita en í dag kann ég bara Isabella)...
Þangað til næst.
Kriss Sæti

Wednesday, September 28, 2005

LANGUR SKÓLADAGUR

Mojen,
Vá hvað ég er nú orðinn STÓR og DUGLEGUR strákur... Ég fór sem sagt í morgun í skólan og Ma keyrði mig og það hefur hún ekki gert áður ALEIN, en vitir menn þetta gekk náttúrulega eins og í sögu. Við biðum fyrir utan skólan saman eftir henni Carinu minni og já svo kom hún kerlingin og ég fór inn með henni og öllum krökkunum og það var nú ekki mikið mál....
Í hádeginu kom svo Ma að sækja mig nema hvað og karlinn með henni.... Sem var náttúrulega bara skemmtilegt og ég ekkert smá ánægður með daginn en ég var farinn að bíða fyrir utan skólan en við bíðum alltaf þar eftir því að verða sótt....... Svo skutluðum við Ma Pabba í vinnuna en hann var að fara að vinna, hentumst svo heim og ákváðum að fara labbandi að sækja Oliver í skólan sem var sko bara fínt.... Svo fengum við okkur hádegismat saman og ég fékk að leika mér smá áður en haldið var í skólan aftur en það var sem sagt langur skóladagur hjá mér í dag...... Aftur skutlaði Ma mér og já já ég vinkaði henni nú bara bless núna og labbaði inn með krökkunum, NEI það er sko ekkert mál lengur fyrir MIG STÓRA STRÁKINN að fara í skólan lengur.... Enda er ég svakalega duglegur.... Svo sótti Pabbi mig í dag í skólan þegar hann var búinn og já ég hef nú alltaf frá miklu að segja þegar skóladagurinn er búinn... Núna veit ég tildæmis að ein stelpan í mínum bekk heitir Isabella og því er nafn hennar óspart notað.....
Við kíktum svo í bíltúr til Þýskalands þegar Oliver var búinn að læra og komum sko alltof seint heim... Já ég fór sko alltof seint í rúmið og var sko orðinn þreyttur og pirraður eftir því... En er nú sofnaður núna og verð í fríi á morgun með Ma.... En það er sem sagt ekki skóli hjá mér á Fimmtudögum svo ég fæ nú vonandi að sofa út á morgun, ekki veitir mér af þar sem ég fór seint í bælið....
Bið að heilsa ykkur þangað til næst
Kristofer Duglegi...

Tuesday, September 27, 2005

Halló Kalló Bimbó

Jæja þá er þessi dagur að kveldi kominn. Ég farinn í bælið svo ritarinn minn ákvað að pikka inn það sem á dag minn hafði drifið... Jú jú ég fékk að sofa lengur í morgun (vá hvað ég er byrjaður að elska það að fá að sofa lengi hef greinilega erft það frá honum Brósa mínum) og já svo var það ræs með Pabba um leið og hann fór fram úr þá dreif ég mig fram úr með þeim gamla og fékk morgunmat og svoleiðis... Hann fann svo á mig föt karlinn og við karlarnir ákváðum að leyfa Ma að vera í fríi í dag og við fórum á rúntinn... Fyrst var farið í skoðun og þar sá ég ýmislegt eins og alltaf já ég er sko með alltof mikið af þessum Bíla/flugvéla/véla/trukkagenum (og hvað þetta nú allt saman heitir) í mér, svo mér finnst sko gaman að fara í skoðun og svoleiðis bílastuff.... "mamma er sko að tala um að þegar ég fór í fyrsta skipti í Mótorhjólabúð svona alvöru hér í Lúx þá ætluðu augun sko út úr mér og ég réð bara ekkert við mig var sko á útopnu þar inni og hélt varla vatni". En þegar við vorum búinn að þar þá fórum við Pabbi í heimsókn til Óla Disks og Eyvarar og þar var verið að skoða bíl á netinu en ég gat fengið að leika við Mulder og Mirru (en það eru sko hundarnir þeirra) á meðan þeir sátu límdir fyrir framan tölvuskjáinn karlarnir.... Og við vorum þar sko í dágóða stund.... Þá brunuðum við Pabbi heim og athuga hvort Ma væri lifandi eða hvað... Svo ákvað ég víst ég var nú kominn heim að það væri best að vera smá óþekkur svo ég stoppaði þvottavélina sem var á fullu swingi (sko meðan mamma sótti Oliver og pabbi var heima að elda) og smakka hrátt kjúklingakjöt, þetta er sko alveg nauðsynlegt þegar maður heitir Kristofer að vera óþekkur en ég er sko stundum svolítill Emil í Kattholti í mér.. Púki en eru svo sem ekki allir strákar smá púkar??? Ég bara spyr....
En eftir matinn var sko bara afslöppun fórum svo í góðan bíltúr til að viðra allt liðið og fengum okkur ís og gerðum svona ýmislegt skemmtilegt en bara allt samt rólegt..... Svo var farið með okkur heim þar sem karlinn var að fara að skella sér í vinnuna og ég átti að fara að sofa þar sem það er sko LANGUR SKÓLADAGUR hjá mér á morgun.. Það verður nú gaman að vita hvernig það gengur.....
En ég læt ykkur vita betur á morgun hvernig skóladagurinn minn gekk....
Takk fyrir að lesa og endilega commentið bloggið mitt....
Kv. Kristofer ÓþekktarOrmur

Monday, September 26, 2005

MAMMA GLEYMDI

Hún Mamma gleymdi alveg að segja ykkur að ég STÓRI STRÁKURINN hennar er sko byrjaður að heimta KARLAPISS þegar ég fer á klósettið, já minn maður vill ALLS EKKI lengur sitja á klósettinu þegar hann þarf að pissa, NEI TAKK hann gerir sko bara eins og karlar gera, hann stendur og Sprænir... En hann sér sko alltaf um það að fara alveg sjálfur á klósettið við gamla settið losum bara beltið og búið!!!! Svo já fyrsta karlapissið gekk ekkert svakalega vel hann gleymdi nefnilega alveg að lyfta upp klósettsetunni, en núna þá er hann sko bara orðinn klár í þessum business... Já hver hefði trúað því að LITLA BARNIÐ MITT er sko bara að verða KARL...
Kv. Mamma hans Kristofers duglega

Skóli skóli...

Jæja þá fór ég HETJAN hennar mömmu aftur í skólan í dag, og vá hvað ég er þakklátur fyrir að eiga svona góðan pabba. Já hann Pabbi minn er sko bestur í því að keyra mig í skólan (þar sem ég harka alltaf af mér fyrir hann karlinn). En ég var sem sagt eitthvað hálf fúll þegar ég var vakinn í morgun og nennti sko alls ekki á fætur svo ég varð RÆKJA og hálf vældi í Mömmu að ég vildi ekki fara í skólan og auðvita nema hvað vorkenndi hún mamma sæta mér, eins og alltaf. Fór að strjúka mér öllum og fór fínt í það að klæða mig og með mig á klósettið og svona. Svo þegar var komið að því að fara í skólan þá var þetta ekki mikið mál, við Pabbi í kapp við Oliver eins og alltaf hérna á morgnanna... Svo var brunnað í skóna, og skólataskan tekin út í bíl (ég bað um það í morgun að fá að geyma hana í skottinu á GOLLA þar sem hún var svo ægilega þung, já ég er bara krútt). Svo var farið í það að skutla Oliver HETJU í skólan og þaðan beint með mig í skólan og við vorum svona frekar seinir í morgun karlarnir svo þegar við pabbi lögðum Golla fyrir utan skólan þá sá pabbi að krakkarnir voru komnir í röð svo hann hljóp með mig til hennar Carinu (við rétt náðum í rassgatið á henni) og já taskan sett á bakið og pabba vinkað BLESS já þetta var nú ekki mikið mál fyrir stóran strák eins og mig....
Mamma ákvað nú svo að fara með pabba að sækja mig eftir skóla en við biðum fyrir utan skólan með Carinu eftir því að verða sótt og vitir menn ég var sko ánægður að sjá hann Pabba minn hljóp alveg til hans, og já mér fannst greinilega gaman í skólanum í dag fór meiri segja á klósettið já ég er sko allur að koma til,ha..... Svo var skutlast heim slappað smá af svo ákváðum við Mamma að labba og sækja Oliver í hádeginu þar sem pabbi skrapp eitthvað út... Þegar hádegishléið var búið og Oliver minn á leiðinni í skólan þá ákváðum við mamma að fara í göngutúr og á róló og eitthvað skemmtilegt.... Þegar við vorum varla kominn inn kom pabbi heim aftur og þvílík fagnaðarlæti, já það er greinilegt hver er í uppáhaldi þessa dagana.... Við Mamma löbbuðum svo aftur út að sækja Oliver þegar skólinn hans var búinn meðan pabbi eldaði matinn...
Eftir matinn voru það nú bara róleg heit og bílskúrsdúndur hjá mér....
Svo var það eina ferðina enn snemma í bælið, þar sem ég er svo ægilega þreyttur eftir svona leikskóladaga.. Svo þetta er greinilega allt á réttri leið hjá mér með skólan sem betur fer... Nú er bara að bíða eftir því að ég fari að tala Lúxemborgísku, verð sko byrjaður á því áður en þið vitið af...
En þangað til næst...
Addý
Kristofer STÓRI LEIKSKÓLASTRÁKUR

Sunday, September 25, 2005

Öll helgin....

Loksins pikkar hún Ma fyrir mig...
En það er sko búið að vera mikið að gera hjá mér undanfarna dag og Ma hefur ekkert pikkað fyrir mig....
FÖSTUDAGUR....
Já þá var sko skóladagur hjá mér og ég var sko ekkert alveg sáttur þegar Mamma vakti mig í skólan og vældi svona hálfpartinn aðeins í henni.. En það breytist nú mikið í mér hljóðið þegar Pabbi kom fram.. Við feðgar fórum svo í kapp í skóna og bílinn þar sem pabbi ákvað að keyra okkur bræður í skólan. Og já vitir menn ég var sko AFTUR STÓR, pabbi keyrði mig í skólan og setti svo skólatöskuna mína á bakið þegar við vorum komnir fyrir utan skólan svo biðum við bara eftir henni Carinu vinkonu minni (kennararnum mínum) og þegar hún birtist þá labbaði ég til hennar og labbaði samferða henni inn (en krakkarnir bíða hér fyrir utan skólan þangað til kennarinn kemur þá fara allir krakkarnir í röð hjá sínum kennara og labba samferða inn og mamman og pabbinn vinka bless).... Svo já sótti gamla settið mig í skólan og vá hvað ég var stoltur stóð fyrir utan skólan og beið með hinum krökkunum í bekknum og að sjálfsögðu Carinu eftir að verða sóttur, svo vinkaði ég öllum bæ og sagði ADDÝ.... Svo var það bara heim með gamla settinu að chilla..... Þegar pabbi fór svo að vinna og Oliver í skólan þá ákváðum við Ma að leggja okkur ég var svo þreyttur eftir skólan svo mamma leyfði mér bara að leggja mig smá... Þegar við svo vöknuðum sóttum við Oliver í skólan og svo voru bara róleg heit fram eftir kvöldi sem hentaði mér bara vel, fékk að vísu að vaka aðeins lengur þar sem það var nú kominn föstudagur....
LAUGARDAGUR
Það var sko mikið chilla þennan laugardag, við stórfjölskyldan ákváðum að skella okkur til Trier í bæjarferð bara aðeins að breyta um umhverfi og njóta þess að vera saman allan daginn þar sem pabbi var í fríi í vinnunni svo það var bara notalegt.... Voum bara að leika okkur. Fórum svo heim þá fór ég að hjálpa körlunum að setja saman hillur í geymsluna okkar og svona meira held ég vera fyrir en nokkuð annað.... Höfðum svo bíókvöld sem endaði ekki vel ég ældi yfir mömmu en þó mest á gólfið ekki skemmtilegt en ég var nú bara sturtaður eftir æluvesenið á mér (Mamma heldur því núna fram að ég sé bara með ofnæmi fyrir nammi, eitthvað er það alla vegana þetta er alltaf að koma fyrir annað slagið að ég ÆLI og svo er bara eins og það sé ekkert að mér 1 mín. seinna, alveg óþolandi ástand á mér)..... Að þessu loknu píndi sú gamla mig í bælið og ég sofnaði með það sama....
SUNNUDAGUR..
Í dag þá var ég bara í afslöppun eins og alla hina dagana við Ma fórum fyrst fram úr og leyfðum körlunum svona aðeins að sofa, ég fékk að hringja í Ömmu sætu en mig langaði svo að heyra í henni hljóðið þegar ég vaknaði... En það er bara eins og það er ég vill stundum fá að heyra í henni Ömmu minni.... Þar sem ég sakna hennar ógeð mikið alltaf hreint.... Bíð spenntur eftir því að fá að fara að heimsækja hana, ætla sko að fljúga með BLÁU Flugvélinni ef þið vilduð vita það..... En nóg með það við fengum svo karlana okkar á fætur, fórum svo smá bíltúr, svo fórum við pabbi í það að laga rútuna, svo bauð Oliver mér með sér á róló en þar var hann að leika við Dylan og Jason og mér fannst náttúrulega geggjað sport að fá að fara með þeim róló... Svo kom pabbi og sótti mig á róló og skutlaði mér heim til Ma þar sem hann var að fara að vinna... Þá fór ég í sturtu enda orðinn vel þreyttur... Svo Ma ákvað bara að sækja Oliver á róló og pizzu í leiðinni svo ég gæti bara farið heim og beint að sofa.... Enda alveg drulluþreyttur eftir langan dag.... En ég vildi nú samt að Mamma myndi finna til Bubbi Byggir skólatöskuna mína áður en ég færi að sofa!!! Svo það verður gaman að sjá hvernig skóladagurinn minn verður á morgun...
Þangað til bið ég bara að heilsa ykkur....
Kv. Kriss Skólastrákur

Thursday, September 22, 2005

Skoðun

Vá hvað ég var heppinn í dag, það var enginn skóli hjá mér í dag og ég græddi sko alveg fullt á því... Fékk að fara með Pabba í skoðun (við fórum sko með hann Golla okkar í skoðun) og trúði mér, mér þótti það sko bara alls ekki leiðinlegt. En við vorum að dunda í þessu alveg heillengi, komum heim rétt fyrir hádegi, og vá hvað ég hafði frá miklu að segja þegar ég kom heim, ég gjörsamlega talaði út í eitt um það hvað var gert við Golla í skoðuninni og hvernig bíla ég sá..... Mjög merkilegt en Mamma skilur sko bara ekki hvaðan ég hef þetta BÍLAGEN... Yeah right :-)
Við kíktum svo með Oliver og Pabba í klippingu (eftir að Oliver kom heim úr skólanum) og ég vildi sko ALLS EKKI fara í klippingu það var sko alveg sama hvað gamla settið reyndi að múta mér. Ég vildi ekki fara í klippingu og Mamma vildi ekki pína strákinn sinn sagði bara NEI hann verður þá bara ekki klipptur (enda tímir hún varla HVÍTA hárinu mínu en ég er með smá HVÍTAN LUBBA).
Oliver fékk svo að ráða hvað yrði í kvöldmatinn og ég græddi sko mikið á því þar sem hann Brósi minn ákvað að það yrðu SS Pylsur í matinn og að við myndum fá ís í eftirrétt, ekki amalegt það eða hvað????
Svo var ég nú sendur bara snemma í bælið í kvöld þar sem það er skóli hjá mér á morgun... Mamma vonar að pabbi verði heima klukkan 08 í fyrramálið til að skutla mér, þar sem hún er svo mikil Mús og treystir sér ekki í það ef ég fer að gráta... Hún þolir ekki að heyra okkur bræður gráta út af einhverju svona (vorkennir okkur svo mikið).. Svo já þetta var sko bara yndislegur bíladagur fyrir mig....
Læt ykkur vita á morgun eða um helgina hvernig skóladagurinn minn gengur...
Bið að heilsa ykkur þangað til.
Kv. Kriss flottasti

Wednesday, September 21, 2005

Kristofer Skólastrákur

Mojen,
Já nú er minn maður þessi litla elska mín kominn í skóla, já hann fór sem sagt aftur í skólan í dag og það gekk því miður ekki alveg nógu vel í morgun, en Bjarni fékk að vita það að hann Kriss okkar hefði grátið aðeins fyrst svo búið og hann var sko ánægður með það að sjá pabba sinn í hádeginu en Kriss fór í skólan frá 08-11:40 og var þá sóttur og kom heim í hádegismat og trúið mér minn maður var sko SVANGUR, fékk sér vel að borða meðan hann var heima. Að vísu var hann líka vel þreyttur og hefði alveg verið til í smá blund en það var ekki í boði. Svo já fórum við aftur með þá bræður klukkan 14 út en Kriss var nú ekki á því að fara í skólan en pabbi hans náði nú að plata hann eitthvað svo hann fékkst í skólan þessi elska, vá hvað hann er nú alltaf duglegur þessi strákur minn. En já hann var sko alveg á því þegar við stoppuðum fyrir utan skólan að hann ætlaði inn og pabbi hans náði varla að stoppa bílinn áður en Kriss reif af sér öryggisbeltið og spurði hvort þeir ættu ekki að drífa sig út. Svo jú jú karlinn fór með hann út úr bílnum svo biðu þeir á skólalóðinni, svo kom kennarinn þá fóru krakkarnir að raða sér upp svo pabbi setti fínu skólatöskuna á bakið á mínum manni sem var ekkert smá ánægður með það og svo labbaði hann til krakkana sem eru með honum í bekk, svo var labbað inn og þetta var nú ekki meira mál en það, það heyrðist ekki múkk í honum. Svo mætti mamma tímanlega að sækja hann en hann var sem sagt í skólanum til klukkan 16 og hann tók ekki einu sinni eftir henni þegar hún mætti að sækja hann, en um leið og Carina sýndi honum hver var kominn þá rauk hann af stað en náði nú að segja Addý við krakkana áður en hann fór. Já Kriss kann sko að segja "Mojen", "addý" og "toiletten" þarf maður nokkuð meira svona til að byrja með????? En það er sem sagt töluð lúxemborgíska í skólanum hjá Kriss eins og Oliver... En hann verður nú örugglega fljótlega búinn að læra alveg fullt af orðum þar sem hann kann ekkert nema íslensku og kennarinn og krakkarnir tala við hann á lúxemborgísku... En svona er nú bara lífið skal ég segja ykkur...
Eftir skóla fórum við Mamma með Oliver út á akur þar sem hann var að hjóla og ég kíkti á Geithafurinn vin minn, fuglana og svo lömbin. sem var bara fínt enda gott veður í dag... Svo er ég núna upp í sófa að kíkja á Svamp Sveinsson alveg að sofna samt. Svo sú gamla er að spá í því að henda mér í bælið áður en ég dett útaf í sófanum...'
Bið að heilsa ykkur öllum í bili
Kriss klári

SYNIR mínir eru HETJUR

Helló
Þá varð hún Mamma væmna að monta sig!!! Já hún er svo stolt af strákunum sínum báðum tveim að hún varð að fá að tjá sig um það kellingin... Nú er hann Kriss minn "Stubbur" byrjaður í skólanum og já það byrjaði nú því miður ekki vel dag eitt vorum við bara örstutt og þá fékk Amma sæta að fara með okkur og já það gekk vel.. Dagur 2 þá komst Kriss ekki í skólan þar sem hann var svo ægilega veikur heima, svo já hann fékk langt frí þar sem hann veiktist á fimmtudagskvöldi svo já það var ekki skóli aftur fyrr en núna á mánudaginn... Þá tókum við Kriss minn Pabba með okkur í skólan og já það var svo sem allt í lagi þangaði til ég sá að gamla settið ætlaði að yfirgefa mig og ég veit ekki hvort grét hærra ég eða Kristofer. Alla vegana stungum við Bjarni af á endanum þegar hann Kriss labbaði í burtu með henni Carinu og sá dagur gekk bara ágætlega sem betur fer þar sem hann var í skólanum frá 08-11:40, þegar við sóttum þessa elsku sem kann ekki stakt orð í lúxemborgísku (talar bara íslensku) þá var hann úti að leika með krökkunum og var sko alveg sáttur og hafði mikið að segja í bílnum á leiðinni heim sem betur fer var þetta ekki hörmulegt. Svo var dagur 2 í dag og vitir menn ég ákvað á síðustu mínútunni að drífa mig með þeim í skólan (hefði betur verið bara heima þessar mömmur) þar sem Kriss grét að hann vildi ekki fara í skólan og ég með litla hjartað átti nú líka bágt en við drifum okkur af stað fyrst með Oliver og svo með Kriss og það var nú frekar erfitt fyrir Kriss minn, hann fór að gráta um leið og við löbbuðum inn í skólan, ég ákvað nú samt að vera hörð og klæddi hann bara samt í inniskóna sína og reyndi að tala við hann en hann bara grét svo ég fór með honum inn og pabbi hans bara vinkaði honum bless svo ég fékk hana Carinu í að taka hann og hún sagði Bjarna svo áðan að hann hafi grátið aðeins svo hefði það bara verið búið!!!! En já svo var skóli aftur eftir hádegi hjá honum Stubb flotta og vitir menn minn maður byrjaði að gráta heim að hann vildi bara ekki fara í skólan en já pabbi náði að plata hann eins og svo oft.... Og þegar við stoppuðum fyrir utan skólan þá vildi hann bara drífa sig út úr bílnum með pabba (já ég ákvað að bíða bara í bílnum í þetta skiptið) svo biðu þeir feðgar bara fyrir utan svo þegar kennarinn kom þá setti pabbi töskuna á bakið og Kriss labbaði bara inn með öllum hinum krökkunum (enginn grátur og EKKI NEITT)... Já þessi drengur minn er sannkölluð hetja... Ég er að tala um hann kann ekkert annað tungumál en íslensku svo hann getur nú ekki tjáð sig auðveldlega en já þetta verður nú eflaust bara til að herða hann en mér finnst hann ekkert smá stór að fara.... Höfum verið að kenna honum TOILETTEN svo hann geti sagt ef hann þarf að fara á klósettið en það er sko allt og sumt... Hann er bara flottur að láta sig hafa þetta.. Svo ég er náttúrulega endalaust stolt af þessum hetjum mínum tveim... En Kriss kemur til með að kenna okkur hérna á heimilinu lúxemborgísku en hún er töluðu á leikskólanum hans... En já hann verður sko orðinn fullorðinn og útlenskur áður en ég veit af....
Varð bara að stelast til að tjá mig um það hvað ég er endalaust stolt af þessum sonum mínum....
Þangað til næst
STOLTASTA Mamma í HEIMI

Sunday, September 18, 2005

VEIKUR VEIKUR...... SKÓLI SKÓLI

Já já nú hefur ritarinn ekki staðið sig... Já síðan hún skrifaði síðast er sko mikið búið að gerast í mínu litla lífi. Já skólinn var skoðaður og já þann sama dag varð ég eitthvað hálf slappur sofnaði fyrir klukkan 18 það kvöld og þá er ég að tala um að mamma hélt mér vakandi þangað til ég gjörsamlega datt út. Svo kom ég niður seinna um kvöldið svaka þyrstur og mömmu fannst ég nú eitthvað skrítinn byrjaði strax að tala um andadráttinn minn og eitthvað en NEI Pabbi vissi sko betur Litli karlinn var ekkert veiku nema hvað ég ákvað nú bara að sýna karlinum hver hefði rétt fyrir sér og ældi yfir Ömmu greyjið sem tók því nú bara vel eins og öllu öðru. Og þá var ég kominn með mjög háan hita og bara mókti fram eftir kvöldi og um leið og mamma lagðist með mig upp í rúm sofnaði ég á nóinu, var svo sjóð heitur alla nóttina og ældi smá meira um nóttina, svo morgun eftir þegar fyrsti skóladagurinn átti að vera var minn maður bara heima hjá Ömmu sætu með himinn háan hita. Svo mamma hentist í skólan til að segja að ég væri veikur og í búðina að kaupa Sprite og Coke handa litla veika manninum. Svo já föstudaginn var ég bara inni var einn eftir heima með Pabba meðan Mamma og gestirnir fóru í Mallið það var nú í góðu lagi þar sem ég græddi BLÁAN JEPPA (hafði beðið mömmu að kaupa svoleiðis áður en hún fór á bæjarröltið). Svo ég var bara inni allan þann dag....
Svo á laugardagsmorguninn vaknaði ég frekar snemma og fór að hágráta þegar ég fattaði að Amma Sæta ætlaði að fara heim til Íslands ég var sko bara ALLS EKKI SÁTTUR við það að hún ætlaði sér að fara heim, já eða bara fara frá mér yfirhöfuð. En engu að síður fórum við stór fjölskyldan með alla gestina á flugvöllinn snemma á laugardagsmorguninn... Svo voru allir kvaddir á vellinum (ég var sko alls ekkert hrifinn af því að vera að kveðja fólkið mitt og þá sérstaklega ekki hana Ömmu). Svo var ákveðið að skipta í lið og ég og Mamma fórum heima á Golla meðan Pabbi og Oliver fóru á rútunni og vitir menn ég bara GRÉT og GRÉT í bílnum hjá Mömmu af því ég tímdi ekki að missa hana Ömmu mína svo það var ákveðið þegar við stoppuðum á leiðinni að hann Pabbi myndi taka mig líka í sinni bíl, og þar varð ég strax betri. En ballið var nú ekki alveg búið ég hélt áfram að gráta þegar heim var komið var bara ekki sáttur við það að Amma mín væri farin frá mér. En svona er þetta nú bara stundum ekki satt????? En ég jafna mig nú vonandi bráðum á þessu ÁFALLI. En annars var bara rólegt kvöld hjá okkur á laugardaginn höfðum bíókvöld og fórum frekar seint að sofa....
Í dag sunnudag var farið á fætur frekar seint, ekki líkt okkur. En við ákváðum því bara að skella okkur á rúntinn og fórum til Trier og löbbuðum í bænum þar að skoða mannlífið og svoleiðis... Fórum svo í góðan bíltúr og heim. Þegar heim var komið fórum við pabbi í það að tæma sundlaugina (höldum að sumarið sé búið í Lúx þetta árið) og svo kíktum við aðeins á geithafurinn vin minn... Svo var ég svo pirraður í kvöld að Mamma setti mig bara extra snemma í bælið enda er skóli hjá mér í fyrramálið....
En já ritarinn minn ætlar að henda sér í bælið svo hún geti ræst okkur Oliver út í fyrramálið...
Bið að heilsa ykkur öllum í bili
Kossar og knús
Kriss sem saknar Ömmu sætu.

Thursday, September 15, 2005

Leikskólastrákur.......

Loksins, loksins
Erum við stór fjölskyldan orðin NETTENGD... Já já og gott betur en það með húsið fullt af Góðum gestum, já Amma sæta er í heimsókn og svo Kristín, Palli og Tvibbarnir svo já hér er nóg að gera.... Okkur leiðist alla vegana ekki á meðan :-)
Annars fór ég í morgun og skoðaði leikskólan minn með Ömmu sætu og Mömmu, leist bara nokkuð vel á hann svona ykkur að segja byrjaði á því að hitta kennaran minn hana Carinu og svo fór ég bara í það að byrja að leika mér (talandi um það að mig langaði ALLS EKKERT í skólan í gærkvöldi)... En svo fórum við bara nánast strax heim þar sem við áttum ekki að vera í skólanum í dag, nei nei minn maður fær bara pláss á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá 08-11:40 svo já fæ ég aðeins lengri dag á miðvikudögum fæ að fara aftur frá 14-16, já þetta er kanski betra en ekki neitt en mamma fékk að vita það að á næsta ári þá verð ég í skólanum eins og Oliver minn þar sem byrja í undirbúining undir fyrsta bekk næsta haust. En það er sem sagt byrjuð skólakskylda fyrir mig og já ég Stubburinn hennar Mömmu er bara 3 ára...... En svona er þetta bara í Lúxemborg og það verðum við bara að sætta okkur við!!!!!!!
En hann Kriss okkar á nú svo auðvelt með það að fara bara að leika sér að ég hef ekki miklar áhyggjur af honum karlinum skal ég segja ykkur...,..
Annars er náttúrulega alveg fullt fullt búið að vera að gerast í mínu lífi síðan ég bloggaði síðast. Mamma nennir bara ekki að pikka það allt inn þar sem hún yrði marga daga að því.
Svo við segjum þetta bara GOTT í dag og heyrumst væntanlega á morgun þegar ég verð búinn að fara í skólan minn.....
Bið að heilsa ykkur að sinni...
Kristofer á STÓRU DEILDINNI.....