Kristofer Skólastrákur
Mojen,
Já nú er minn maður þessi litla elska mín kominn í skóla, já hann fór sem sagt aftur í skólan í dag og það gekk því miður ekki alveg nógu vel í morgun, en Bjarni fékk að vita það að hann Kriss okkar hefði grátið aðeins fyrst svo búið og hann var sko ánægður með það að sjá pabba sinn í hádeginu en Kriss fór í skólan frá 08-11:40 og var þá sóttur og kom heim í hádegismat og trúið mér minn maður var sko SVANGUR, fékk sér vel að borða meðan hann var heima. Að vísu var hann líka vel þreyttur og hefði alveg verið til í smá blund en það var ekki í boði. Svo já fórum við aftur með þá bræður klukkan 14 út en Kriss var nú ekki á því að fara í skólan en pabbi hans náði nú að plata hann eitthvað svo hann fékkst í skólan þessi elska, vá hvað hann er nú alltaf duglegur þessi strákur minn. En já hann var sko alveg á því þegar við stoppuðum fyrir utan skólan að hann ætlaði inn og pabbi hans náði varla að stoppa bílinn áður en Kriss reif af sér öryggisbeltið og spurði hvort þeir ættu ekki að drífa sig út. Svo jú jú karlinn fór með hann út úr bílnum svo biðu þeir á skólalóðinni, svo kom kennarinn þá fóru krakkarnir að raða sér upp svo pabbi setti fínu skólatöskuna á bakið á mínum manni sem var ekkert smá ánægður með það og svo labbaði hann til krakkana sem eru með honum í bekk, svo var labbað inn og þetta var nú ekki meira mál en það, það heyrðist ekki múkk í honum. Svo mætti mamma tímanlega að sækja hann en hann var sem sagt í skólanum til klukkan 16 og hann tók ekki einu sinni eftir henni þegar hún mætti að sækja hann, en um leið og Carina sýndi honum hver var kominn þá rauk hann af stað en náði nú að segja Addý við krakkana áður en hann fór. Já Kriss kann sko að segja "Mojen", "addý" og "toiletten" þarf maður nokkuð meira svona til að byrja með????? En það er sem sagt töluð lúxemborgíska í skólanum hjá Kriss eins og Oliver... En hann verður nú örugglega fljótlega búinn að læra alveg fullt af orðum þar sem hann kann ekkert nema íslensku og kennarinn og krakkarnir tala við hann á lúxemborgísku... En svona er nú bara lífið skal ég segja ykkur...
Eftir skóla fórum við Mamma með Oliver út á akur þar sem hann var að hjóla og ég kíkti á Geithafurinn vin minn, fuglana og svo lömbin. sem var bara fínt enda gott veður í dag... Svo er ég núna upp í sófa að kíkja á Svamp Sveinsson alveg að sofna samt. Svo sú gamla er að spá í því að henda mér í bælið áður en ég dett útaf í sófanum...'
Bið að heilsa ykkur öllum í bili
Kriss klári
0 Comments:
Post a Comment
<< Home