Monday, September 26, 2005

Skóli skóli...

Jæja þá fór ég HETJAN hennar mömmu aftur í skólan í dag, og vá hvað ég er þakklátur fyrir að eiga svona góðan pabba. Já hann Pabbi minn er sko bestur í því að keyra mig í skólan (þar sem ég harka alltaf af mér fyrir hann karlinn). En ég var sem sagt eitthvað hálf fúll þegar ég var vakinn í morgun og nennti sko alls ekki á fætur svo ég varð RÆKJA og hálf vældi í Mömmu að ég vildi ekki fara í skólan og auðvita nema hvað vorkenndi hún mamma sæta mér, eins og alltaf. Fór að strjúka mér öllum og fór fínt í það að klæða mig og með mig á klósettið og svona. Svo þegar var komið að því að fara í skólan þá var þetta ekki mikið mál, við Pabbi í kapp við Oliver eins og alltaf hérna á morgnanna... Svo var brunnað í skóna, og skólataskan tekin út í bíl (ég bað um það í morgun að fá að geyma hana í skottinu á GOLLA þar sem hún var svo ægilega þung, já ég er bara krútt). Svo var farið í það að skutla Oliver HETJU í skólan og þaðan beint með mig í skólan og við vorum svona frekar seinir í morgun karlarnir svo þegar við pabbi lögðum Golla fyrir utan skólan þá sá pabbi að krakkarnir voru komnir í röð svo hann hljóp með mig til hennar Carinu (við rétt náðum í rassgatið á henni) og já taskan sett á bakið og pabba vinkað BLESS já þetta var nú ekki mikið mál fyrir stóran strák eins og mig....
Mamma ákvað nú svo að fara með pabba að sækja mig eftir skóla en við biðum fyrir utan skólan með Carinu eftir því að verða sótt og vitir menn ég var sko ánægður að sjá hann Pabba minn hljóp alveg til hans, og já mér fannst greinilega gaman í skólanum í dag fór meiri segja á klósettið já ég er sko allur að koma til,ha..... Svo var skutlast heim slappað smá af svo ákváðum við Mamma að labba og sækja Oliver í hádeginu þar sem pabbi skrapp eitthvað út... Þegar hádegishléið var búið og Oliver minn á leiðinni í skólan þá ákváðum við mamma að fara í göngutúr og á róló og eitthvað skemmtilegt.... Þegar við vorum varla kominn inn kom pabbi heim aftur og þvílík fagnaðarlæti, já það er greinilegt hver er í uppáhaldi þessa dagana.... Við Mamma löbbuðum svo aftur út að sækja Oliver þegar skólinn hans var búinn meðan pabbi eldaði matinn...
Eftir matinn voru það nú bara róleg heit og bílskúrsdúndur hjá mér....
Svo var það eina ferðina enn snemma í bælið, þar sem ég er svo ægilega þreyttur eftir svona leikskóladaga.. Svo þetta er greinilega allt á réttri leið hjá mér með skólan sem betur fer... Nú er bara að bíða eftir því að ég fari að tala Lúxemborgísku, verð sko byrjaður á því áður en þið vitið af...
En þangað til næst...
Addý
Kristofer STÓRI LEIKSKÓLASTRÁKUR

0 Comments:

Post a Comment

<< Home