4 dagar í Flugvélina....
Helló,
Vá hvað tíminn er nú fljótur að líða það er bara eftir 1 skóladagur hjá mér (stuttur) svo er ég komin í frí og fer til Íslands.. Vá það verður sko bara skemmtilegt enda ætla ég sko að fá Kjötbollur í Ömmuhúsi og það er sko mjög ofarlega á mínu Óskalista..... Svo þarf ég alveg nauðsynlega að vita hvort Amma eigi Bláabók og Nammi annað skiptir engu máli......
Annars var þetta bara ljúfur dagur, ég vaknaði eldhress í morgun og fór fram úr við fyrsta hanagal og þá dreif ég í mig matinn og pantaði Nesti hjá Ma þar sem ég fór í skólan í morgun... Mér var náttúrulega skutlað eins og alla hina dagana nema hvað.... En ég heimtaði nú að Pabbi myndi labba með mér inn í skólan sem hann og gerði..... Svo kom sú Gamla og sótti mig og vá hvað ég hafði frá mörgu að segja eins og vanalega.... Byrjaði á því að spyrja hvar hann pabbi minn væri eiginlega og jú hann var að vinna og þá vildi ég fá að vita það hvort hann væri að laga flugvél eða smíða borð og ég gaf mig ekki fyrr en Mamma var búinn að spyrja karlinn hvað hann væri að gera..... Já ég er sko oft bara fyndinn...... Svo fórum við Mamma í smá bíltúr og sóttum svo Oliver í skólan og þá var það Nuggets í hádegismat (já alltaf eitthvert drasl þegar Pabbi er ekki heima)... Svo ákváðum við Mamma að hendast í IKEA eftir hádegi þar sem Pabbi var að vinna og Oliver í skólanum, já og mér leiddist það ekki ég skoðaði mikið og vildi helst fá að prufa alla sófana og stólana í búðinni svo ég gæti sagt Ma hvort þetta væri í lagi eða EKKI.... Keyptum dótakassa í herbergið mitt og lok á hann og við Ma ákváðum að taka herbergið mitt í gegn á morgun (vorum nefnilega svo lengi úti í dag)... Eftir IKEA ákváðum við Ma að kíkja í Intersport þar sem Oliver er farið að vanta skó og vitir menn ég fann mér þessa líka æðislegu Puma skó og gaf mig ekki mig langaði svo í þá (þeir eru uppháir svarti með gulum röndum, vá þeir eru ÆÐI) sú gamla gaf eftir og ég græddi Puma skó og ákvað að við þyrftum að drífa okkur heim og sækja Oliver svo ég gæti mátað skóna mína og þegar heim var komið bað ég um að fá að fara í skóna og neitaði að fara úr þeim fyrr en ég fór að sofa.... Já ég er sko bara SNILLINGUR og oft rosalega SKEMMTILEGUR...... Við Ma elduðum svo kvöldmat meðan Oliver lærði og eftir matinn var það bara bælið sem beið mín og vá hvað ég var þreyttur.... Sofnaði á mettíma....
En núna ætlar Pikkólína að slappa smá af þar sem það er tiltekt sem bíður okkar á morgun....
Heyrumst síðar...
Kv. Kriss sem er á leið í flugvélina
1 Comments:
vó hvað ég er farin að hlakka til að hitta ykkur. Vonum bara að það verði ekki farið að snjóa þegar þið komið....
kv,
Krissa, Palli og tvibbarnir
Post a Comment
<< Home