LANGUR SKÓLADAGUR
Mojen,
Vá hvað ég er nú orðinn STÓR og DUGLEGUR strákur... Ég fór sem sagt í morgun í skólan og Ma keyrði mig og það hefur hún ekki gert áður ALEIN, en vitir menn þetta gekk náttúrulega eins og í sögu. Við biðum fyrir utan skólan saman eftir henni Carinu minni og já svo kom hún kerlingin og ég fór inn með henni og öllum krökkunum og það var nú ekki mikið mál....
Í hádeginu kom svo Ma að sækja mig nema hvað og karlinn með henni.... Sem var náttúrulega bara skemmtilegt og ég ekkert smá ánægður með daginn en ég var farinn að bíða fyrir utan skólan en við bíðum alltaf þar eftir því að verða sótt....... Svo skutluðum við Ma Pabba í vinnuna en hann var að fara að vinna, hentumst svo heim og ákváðum að fara labbandi að sækja Oliver í skólan sem var sko bara fínt.... Svo fengum við okkur hádegismat saman og ég fékk að leika mér smá áður en haldið var í skólan aftur en það var sem sagt langur skóladagur hjá mér í dag...... Aftur skutlaði Ma mér og já já ég vinkaði henni nú bara bless núna og labbaði inn með krökkunum, NEI það er sko ekkert mál lengur fyrir MIG STÓRA STRÁKINN að fara í skólan lengur.... Enda er ég svakalega duglegur.... Svo sótti Pabbi mig í dag í skólan þegar hann var búinn og já ég hef nú alltaf frá miklu að segja þegar skóladagurinn er búinn... Núna veit ég tildæmis að ein stelpan í mínum bekk heitir Isabella og því er nafn hennar óspart notað.....
Við kíktum svo í bíltúr til Þýskalands þegar Oliver var búinn að læra og komum sko alltof seint heim... Já ég fór sko alltof seint í rúmið og var sko orðinn þreyttur og pirraður eftir því... En er nú sofnaður núna og verð í fríi á morgun með Ma.... En það er sem sagt ekki skóli hjá mér á Fimmtudögum svo ég fæ nú vonandi að sofa út á morgun, ekki veitir mér af þar sem ég fór seint í bælið....
Bið að heilsa ykkur þangað til næst
Kristofer Duglegi...
1 Comments:
halló sæti
svakalega ertu orðinn duglegur
amma Rósalind
Post a Comment
<< Home