Thursday, September 15, 2005

Leikskólastrákur.......

Loksins, loksins
Erum við stór fjölskyldan orðin NETTENGD... Já já og gott betur en það með húsið fullt af Góðum gestum, já Amma sæta er í heimsókn og svo Kristín, Palli og Tvibbarnir svo já hér er nóg að gera.... Okkur leiðist alla vegana ekki á meðan :-)
Annars fór ég í morgun og skoðaði leikskólan minn með Ömmu sætu og Mömmu, leist bara nokkuð vel á hann svona ykkur að segja byrjaði á því að hitta kennaran minn hana Carinu og svo fór ég bara í það að byrja að leika mér (talandi um það að mig langaði ALLS EKKERT í skólan í gærkvöldi)... En svo fórum við bara nánast strax heim þar sem við áttum ekki að vera í skólanum í dag, nei nei minn maður fær bara pláss á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá 08-11:40 svo já fæ ég aðeins lengri dag á miðvikudögum fæ að fara aftur frá 14-16, já þetta er kanski betra en ekki neitt en mamma fékk að vita það að á næsta ári þá verð ég í skólanum eins og Oliver minn þar sem byrja í undirbúining undir fyrsta bekk næsta haust. En það er sem sagt byrjuð skólakskylda fyrir mig og já ég Stubburinn hennar Mömmu er bara 3 ára...... En svona er þetta bara í Lúxemborg og það verðum við bara að sætta okkur við!!!!!!!
En hann Kriss okkar á nú svo auðvelt með það að fara bara að leika sér að ég hef ekki miklar áhyggjur af honum karlinum skal ég segja ykkur...,..
Annars er náttúrulega alveg fullt fullt búið að vera að gerast í mínu lífi síðan ég bloggaði síðast. Mamma nennir bara ekki að pikka það allt inn þar sem hún yrði marga daga að því.
Svo við segjum þetta bara GOTT í dag og heyrumst væntanlega á morgun þegar ég verð búinn að fara í skólan minn.....
Bið að heilsa ykkur að sinni...
Kristofer á STÓRU DEILDINNI.....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home