Snjór á Íslandi og FULLT af honum
Góða kvöldið,
Já þá er ég LOKSINS kominn til Íslands!!! Get knúsað hana Ömmu mína að mér, sem ég get sko alls ekki litið af þessa dagana (vill fylgja henni allt sem hún fer).... En annars lentum við á Íslandi í gær í algjörum "viðbjóði" eins og ég orðaði það sjálfur en það var sko fullt af snjó, roki og kulda, ojbarasta!!!! En mér leist ekkert á þetta svo ég ákvað bara að sofa á leiðinni heim eða réttara sagt heim til Kristínar..... Þegar þangað var komið ákvað ég að gefa bara Jóni Agli og Tómasi Ara afmælisgjafirnar sínar (svo ég gæti kennt þeim á dótið áður en ég færi aftur)... Lék svo alveg fullt við þá frændur mínar, bara gaman.... Fékk svo að borða hjá Kristínu og Co. í gærkvöldi bara notalegt kvöld hjá okkur.... Fórum svo heim í Ömmuhús að sofa... Ég vaknaði svo á mjög ókristilegum tíma í morgun og dróg hana Ömmu með mér framúr aumingjans amma fær ekkert að sofa fyrir mér... Fórum fram og fengum okkur að borða og svona skemmtilegt.... Fljótlega kom svo Reynsi frændi, Guðrún og Tinna í heimsókn og þá var sko ákveðið að fara út að leika í snjónum og leist mér ekkert smá vel á það.... Fór út í alltof stórum fötum þar sem við tókum EKKI VETRARFÖT með okkur til Íslands... Var úti heillengi með þeim sem var sko bara æðislegt!!! Fórum inn og fengum heitt kakó og meðlæti hjá Ömmu bara gott skal ég segja ykkur... Mig langaði svo aftur út þegar ég heyrði það að Amma væri að fara út að sækja bílinn sinn en hún fór með hann á dekkjaverkstæði í dag til að sitja vetrardekkin undir og ekki tími ég að vera aðskilinn frá Ömmu svo ég labbaði með henni og Reynsa frænda á dekkjaverkstæðið ekkert smá duglegur..... Þegar heim var komið var Oliver farin til Kristínar svo ég fékk alveg fullt fullt af athygli ekki amalegt það!!! Amma gaf mér kvöldmat og svo fórum við í smá tiltekt.... Lagðist ég svo í sófan þegar Ma og Ammma fóru að horfa á stelpurnar og strákana í sjónvarpinu, ég ákvað svo bara að skella mér í draumaheiminn enda búinn að vera á fullu í allan dag....
Vona nú samt að SNJÓRINN fari að hverfa fljótlega svo ég komist aftur heim til Pabba (en ég vildi nú bara án alls gríns snúa við á flugvellinum í gær)... En ég væri sko alveg til í að hafa pabba minn hjá mér en það er nú stutt í það að við getum knúsað karlinn aftur sem betur fer....
Endilega hafði samband við okkur í Ömmuhús ef þið viljið hitta á okkur....
Kv. Kristofer í Ömmuhúsi
0 Comments:
Post a Comment
<< Home