Tuesday, October 25, 2005

3 dagar í Ísland...

Mojen
Jæja þá styttist nú óðfluga í ferðalagið okkar.... Vá hvað er stutt í það :-)
En já dagurinn í dag byrjaði nokkuð vel, ég vaknaði eldsnemma eins og alla hina dagana þó svo það væri engin skóli hjá mér og Ma var sko alls ekki sátt við það þar sem hún var svo þreytt svo hún plataði mig bara í sitt rúm og til að fara að sofa aftur og Vá hvað var gott að kúra..... Vöknuðum ógeð seint við SMS hljóð en það var nú bara í góðu lagi enda alveg kominn tími til að fara á fætur...... Vorum samt ekkert að flýta okkur enda var ekkert sem beið okkar nema kanski Oliver í hádeginu.... Við nenntum því ekkert að fara út fyrr en við fórum að sækja hann (vorum nefnilega að kvarta yfir veðrinu hérna okkur fannst svo kallt, halló það var á bilinu 17°-20° þegar við fórum út)..... Svo hentumst við niður í bæ í smá leiðangur, sem var nú bara ágætt.... Við Ma ákváðum svo að skutla körlunum heim og fara saman á búðarráp (ekki það að mér finnist það skemmtilegt, ha, en Oliver þarf bara að fá frið meðan hann er að læra).... Við skelltum okkur í Mallið að skoða bara skemmtilegt.... Ég græddi meiri að segja einn Playmó karl á þessu stússi, vildi endilega fá Playmó karl svo ég gæti sýnt Ömmu hvernig þeir líta út (já maður kann nú að vera sniðugur)..... Fórum svo heim eftir langa veru í Mallinu og ég var sko orðinn rosalega þreyttur, þyrstur og svangur.. Þegar heim var komið fékk ég mér fullt fullt af Mandarínum (vonum bara að ég fái ekki í magan af þessu áti mínu), svo var það kvöldmatur og bælið sem beið mín þar sem það er skóli hjá mér á morgun og ég þarf sko MINN SVEFN trúið mér....
Núna ligg ég í bílarúminu og sef eins og sveskja (gjörsamlega þögn, hljóð í húsinu)...
Ritarinn minn ætlar því að nota tíman í tiltekt og þvott áður en við leggjum í hann...
Bið svaka vel að heilsa ykkur öllum
Kossar og knús
Kriss stóri

0 Comments:

Post a Comment

<< Home