Wednesday, September 21, 2005

SYNIR mínir eru HETJUR

Helló
Þá varð hún Mamma væmna að monta sig!!! Já hún er svo stolt af strákunum sínum báðum tveim að hún varð að fá að tjá sig um það kellingin... Nú er hann Kriss minn "Stubbur" byrjaður í skólanum og já það byrjaði nú því miður ekki vel dag eitt vorum við bara örstutt og þá fékk Amma sæta að fara með okkur og já það gekk vel.. Dagur 2 þá komst Kriss ekki í skólan þar sem hann var svo ægilega veikur heima, svo já hann fékk langt frí þar sem hann veiktist á fimmtudagskvöldi svo já það var ekki skóli aftur fyrr en núna á mánudaginn... Þá tókum við Kriss minn Pabba með okkur í skólan og já það var svo sem allt í lagi þangaði til ég sá að gamla settið ætlaði að yfirgefa mig og ég veit ekki hvort grét hærra ég eða Kristofer. Alla vegana stungum við Bjarni af á endanum þegar hann Kriss labbaði í burtu með henni Carinu og sá dagur gekk bara ágætlega sem betur fer þar sem hann var í skólanum frá 08-11:40, þegar við sóttum þessa elsku sem kann ekki stakt orð í lúxemborgísku (talar bara íslensku) þá var hann úti að leika með krökkunum og var sko alveg sáttur og hafði mikið að segja í bílnum á leiðinni heim sem betur fer var þetta ekki hörmulegt. Svo var dagur 2 í dag og vitir menn ég ákvað á síðustu mínútunni að drífa mig með þeim í skólan (hefði betur verið bara heima þessar mömmur) þar sem Kriss grét að hann vildi ekki fara í skólan og ég með litla hjartað átti nú líka bágt en við drifum okkur af stað fyrst með Oliver og svo með Kriss og það var nú frekar erfitt fyrir Kriss minn, hann fór að gráta um leið og við löbbuðum inn í skólan, ég ákvað nú samt að vera hörð og klæddi hann bara samt í inniskóna sína og reyndi að tala við hann en hann bara grét svo ég fór með honum inn og pabbi hans bara vinkaði honum bless svo ég fékk hana Carinu í að taka hann og hún sagði Bjarna svo áðan að hann hafi grátið aðeins svo hefði það bara verið búið!!!! En já svo var skóli aftur eftir hádegi hjá honum Stubb flotta og vitir menn minn maður byrjaði að gráta heim að hann vildi bara ekki fara í skólan en já pabbi náði að plata hann eins og svo oft.... Og þegar við stoppuðum fyrir utan skólan þá vildi hann bara drífa sig út úr bílnum með pabba (já ég ákvað að bíða bara í bílnum í þetta skiptið) svo biðu þeir feðgar bara fyrir utan svo þegar kennarinn kom þá setti pabbi töskuna á bakið og Kriss labbaði bara inn með öllum hinum krökkunum (enginn grátur og EKKI NEITT)... Já þessi drengur minn er sannkölluð hetja... Ég er að tala um hann kann ekkert annað tungumál en íslensku svo hann getur nú ekki tjáð sig auðveldlega en já þetta verður nú eflaust bara til að herða hann en mér finnst hann ekkert smá stór að fara.... Höfum verið að kenna honum TOILETTEN svo hann geti sagt ef hann þarf að fara á klósettið en það er sko allt og sumt... Hann er bara flottur að láta sig hafa þetta.. Svo ég er náttúrulega endalaust stolt af þessum hetjum mínum tveim... En Kriss kemur til með að kenna okkur hérna á heimilinu lúxemborgísku en hún er töluðu á leikskólanum hans... En já hann verður sko orðinn fullorðinn og útlenskur áður en ég veit af....
Varð bara að stelast til að tjá mig um það hvað ég er endalaust stolt af þessum sonum mínum....
Þangað til næst
STOLTASTA Mamma í HEIMI

0 Comments:

Post a Comment

<< Home