Friday, November 11, 2005

Skóli skóli skóli

Mojen
Jæja þá er þessi föstudagur senn á enda....
Já ég vaknaði eiturferskur í morgun og spurði "erum við að fara í flugvélina" já mig langar sko aftur í Ömmuhús...En já svo var nú ekki við vorum að fara að drífa okkur á fætur og svo í skólan... Já ég var nú alveg sáttur við það en skyldi nú alls ekki af hverju Pabbi fékk að sofa lengur (sá Gamli var nefnilega veikur)... Ég dreif mig fram úr og í það að bursta tennur og fá mér morgunmat... Þurfti svona aðeins að stríða Oliver og Pabba en það bara fylgir ekki satt???? Ma skutlaði mér svo í skóla og vitir menn þessa dagana þarf ég alltaf að heyra "Breaking the law" í botni þegar við erum í bílnum og ótrúlegt en satt þá hækkar hún Ma aldrei nógu hátt!!!! Ég komst nú á endanum í skólan og var sáttur þegar ég kyssti Ma bless og Carina tók á móti mér og sagði eitthvað við mig sem Ma skyldi ALLS EKKI en ég greinilega skyldi...... Ma kom svo og sótti mig í skólan í hádeginu og var hún þá með FULLAN bíl af dóti en hún hafði greinilega nýtt tíman vel og versla mikið meðan hún var barnlaus.... Við fórum heim og bárum allt draslið inn sem tók nú ekki langan tíma og þegar því var nú lokið hentist ég upp í rúm til Pabba til að tékka á því hvort hann væri lifandi... Ég fékk svo Pizzu í hádeginu sem mér líkað sko stór vel og Mandarínur í eftirrétt... Var svo bara heima með Pabba að chilla meðan mamma fór með Oliver í skólan og eitthvað að útrétta.... Við fórum svo í smá bíltúr í kvöld og þá sagði ég "mamma hvar eru töskurnar svo mamma spurði nú hvaða töskur þá sagði ég sem við ætlum með í flugvélina" aftur hélt ég að við værum á leiðinni í Ömmuhús.... En NEI svo var nú EKKI.... Þegar heim var komið voru það náttföt og bælið sem beið mín... Á leiðinni upp í rúm sagði ég við Ma ég ætla ekki að hringja í Ömmu Sætu og segja henni frá klippingunni minni ég ætla bara í heimsókn til hennar og leyfa henni að fikta í hárinu mínu þá finnur hún alveg að það er búið að klippa mig!!! Vá ég held sko að lífið sé svona auðvelt að við hendumst bara reglulega upp í flugvélar og í heimsókn til Ömmu Sætu eins og ég kalla hana þessa dagana.....
En svona er nú bara lífið þegar maður er 3 ára....
Ætlum að segja þetta gott í dag....
Kv. Kristofer Stríðnispúki

0 Comments:

Post a Comment

<< Home