Thursday, September 29, 2005

Engin skóli í dag..

Helló,
Þá er ég fyrir löngu sofnaður eftir rólegan dag... Ég var sem sagt bara heima í allan dag, engin skóli hjá mér, var bara að chilla með þeirri gömlu þar sem Oliver stóri fór í skólan í morgun og sá gamli í vinnuna.. Við vorum bara í róleg heitum settum í nokkrar þvottavélar og hengdum upp og svoleiðis skemmtilegt... Ég sagði nú samt fyndið þegar ég sá sólina í hádeginu þá sagði ég mamma mamma drífum okkur út í sólina förum í sólbað, vitir menn það var nefnilega rigning hjá okkur í morgun svo mér fannst þetta alveg tilvalið... En svo var nú komið fínt veður eða svona þegar við löbbuðum í hádeginu og sóttum Oliver...
Ég var svo smá Emil í dag þurfti mikið að fikta og svona eins og gengur og gerist, til að gera kellu aðeins meira gráhærða, er það ekki allt í lagi....
Ég lék mér svo smá við Oliver (en var samt mest í þeim pakka að reyna að komast inn til hans þar sem það er bannað núna, Oliver nennir ekki að hafa mig lengur inni hjá sér þar sem ég róta allt út um allt og neita svo að taka til eftir mig)..... Svo kom nú Pabbi loksins heim frekar seint og þá fór ég í það að þvælast fyrir honum meðan hann eldaði þar sem Ma var upptekin að hjálpa Oliver.... Svo fékk ég að borða og að fara með karlinum í bílskúrinn að bora eitthvað drasl upp og svona, og þegar ég var rétt að byrja að hafa gaman af því þá kom sú gamla niður og sótti mig sagði að það væri kominn svefntím (ég hélt nú ekki þar sem það var ennþá dagur úti og ekki búið að kveikja ljósin á hraðbrautinni, halló) en ég fór upp með Ma og sofnaði á 5 mín. svona eins og vanalega enda veitir mér ekkert af svefninum þar sem það er skóli hjá mér í fyrramálið og í kvöld vildi ég það að Mamma myndi keyra mig það verður nú gaman að heyra hvað ég segji í fyrramálið... En það er nú bara stuttur skóladagur hjá mér á morgun frá 08-11:40....
Læt ykkur vita á morgun hvernig skóladagurinn minn gengur (kanski ég munir þá hvað einhverjir fleiri krakkar heita en í dag kann ég bara Isabella)...
Þangað til næst.
Kriss Sæti

0 Comments:

Post a Comment

<< Home