Wednesday, October 26, 2005

2 Dagar í Ísland

Mojen
Já þá er þessi miðvikudagur búinn og ég kominn í skólafrí ha :-) en já ég átti nú svaka erfitt með að vakna í morgun en það hafðist eins og allta annað sem betur fer.. Svo var það skólinn sem tók við og ég er sko vel sáttur við það að fara í skólan á hverjum degi og er farinn að segja frá mun meira þegar ég er sóttur þessa dagana og já eitthvað er að skila sér inn hjá mér...... Er byrjaður að læra fleiri nöfn á krökkunum og allan pakkan.... Verð orðinn altalandi áður en þið vitið af, sko á lúxemborgísku.. Já ef ég er jafn klár og hann bróðir minn þá hristi ég þetta nú bara úr erminn á no time... En Oliver er sko farin að skilja alveg fullt fullt í Þýsku og já kann Ensku svo ekki get ég verið minni maður eða hvað????
Þegar skólinn var búinn mætti sá Gamli að sækja mig og ekki leiðist mér það!! Svo fórum við heim og við karlarnir fórum í það að þrífa bílinn áður en við myndum sækja hann Oliver í skólan..... Svo er ég bara búinn að vera að chilla með karlinum mest allan daginn og já vera Emil Kattholti :-)
Fór svo með Ma og Oliver í Mallið að chilla smá meðan karlinn var að hvíla sig.... Við komum svo heim með það sem karlinn átti að elda í kvöldmatinn svo ég ákvað að hjálpa við eldamennskuna eða þannig ég var bara mest fyrir og söng hástöfum fyrir karlinn, nema hvað!!! Emil á sínum stað!!!!!
Svo var ég bara sendur í bælið eftir matinn enda vá hvað ég var orðinn þreyttur ég segji nú bara ekki meir... Bíð spenntur eftir því að komast í flugvélina í Ömmuhús, vá ég get ekki beðið!!!!
Hlakka svaka til að hitta ykkur
Kossar og knús
Emil í Kattholti

0 Comments:

Post a Comment

<< Home