Tuesday, September 27, 2005

Halló Kalló Bimbó

Jæja þá er þessi dagur að kveldi kominn. Ég farinn í bælið svo ritarinn minn ákvað að pikka inn það sem á dag minn hafði drifið... Jú jú ég fékk að sofa lengur í morgun (vá hvað ég er byrjaður að elska það að fá að sofa lengi hef greinilega erft það frá honum Brósa mínum) og já svo var það ræs með Pabba um leið og hann fór fram úr þá dreif ég mig fram úr með þeim gamla og fékk morgunmat og svoleiðis... Hann fann svo á mig föt karlinn og við karlarnir ákváðum að leyfa Ma að vera í fríi í dag og við fórum á rúntinn... Fyrst var farið í skoðun og þar sá ég ýmislegt eins og alltaf já ég er sko með alltof mikið af þessum Bíla/flugvéla/véla/trukkagenum (og hvað þetta nú allt saman heitir) í mér, svo mér finnst sko gaman að fara í skoðun og svoleiðis bílastuff.... "mamma er sko að tala um að þegar ég fór í fyrsta skipti í Mótorhjólabúð svona alvöru hér í Lúx þá ætluðu augun sko út úr mér og ég réð bara ekkert við mig var sko á útopnu þar inni og hélt varla vatni". En þegar við vorum búinn að þar þá fórum við Pabbi í heimsókn til Óla Disks og Eyvarar og þar var verið að skoða bíl á netinu en ég gat fengið að leika við Mulder og Mirru (en það eru sko hundarnir þeirra) á meðan þeir sátu límdir fyrir framan tölvuskjáinn karlarnir.... Og við vorum þar sko í dágóða stund.... Þá brunuðum við Pabbi heim og athuga hvort Ma væri lifandi eða hvað... Svo ákvað ég víst ég var nú kominn heim að það væri best að vera smá óþekkur svo ég stoppaði þvottavélina sem var á fullu swingi (sko meðan mamma sótti Oliver og pabbi var heima að elda) og smakka hrátt kjúklingakjöt, þetta er sko alveg nauðsynlegt þegar maður heitir Kristofer að vera óþekkur en ég er sko stundum svolítill Emil í Kattholti í mér.. Púki en eru svo sem ekki allir strákar smá púkar??? Ég bara spyr....
En eftir matinn var sko bara afslöppun fórum svo í góðan bíltúr til að viðra allt liðið og fengum okkur ís og gerðum svona ýmislegt skemmtilegt en bara allt samt rólegt..... Svo var farið með okkur heim þar sem karlinn var að fara að skella sér í vinnuna og ég átti að fara að sofa þar sem það er sko LANGUR SKÓLADAGUR hjá mér á morgun.. Það verður nú gaman að vita hvernig það gengur.....
En ég læt ykkur vita betur á morgun hvernig skóladagurinn minn gekk....
Takk fyrir að lesa og endilega commentið bloggið mitt....
Kv. Kristofer ÓþekktarOrmur

0 Comments:

Post a Comment

<< Home