Saturday, October 08, 2005

Skóladagur og Tívolí...

Helló
Vá hvað ég er búinn að eiga æðislega daga síðan ég skrifaði seinast....
Föstudagurinn var bara venjulegur skóladagur sem var bara já fínn dagur Ma og Pa keyrðu mig bæði í skólan, svo þegar Pa kom að sækja mig var ég úti að leika við einhverjar stelpur sem ég vissi ekkert hvað hétu en er það ekki líka bara aukaatriði, ég bara spyr???? Svo var bara chillað og fara í bíltúr og verslað svona venjulegur dagur nema hvað ég var óvenju mikill Emil þennan dag... Fékk nú samt að hringja í hana Ömmu Sætu um kvöldið og talaði við hana, svo þegar ég átti að fara upp að sofa þá hringdi Reynsi frændi á Skypinu og vá hvað mér fannst æðislegt að tala við hann, en mér finnst sko þvílíkt sport þessa dagana að tala í tölvuna og heyra í einhverjum í stór fjölskyldunni minni en það er bara eins og það er..... Svo var farið snemma að sofa þetta kvöld (samt óvenju seint miðað við minn háttatíma).....
LAUGARDAGUR...
Dagurinn í dag var svo bara algjört ÆÐI, fórum nefnilega ELDSNEMMA af stað í Tívolí í Frakklandi sem var bara snilld.... Það var sem sagt vaknað snemma eins og alla daga og brunað af stað... Ég varð náttúrulega að vera pínu óþekkur í bílnum á leiðinni það fannst mér nú alveg nauðsynlegt.... Svo já þegar við mættum í Tívolíið þá dó ég mér fannst þetta svo æðislegt og ég var ekki alveg að skilja það að ég væri ekki nógu stór í öll tækin, vá ég er nú orðinn 3 ára og mér finnst ég ROSALEGA STÓR STRÁKUR.... En ég fékk að fara margar margar ferðir með Pabba og Oliver... Var sko alveg á útopnu fannst svo gaman... Fékk meiri að segja að fara á hestbak en það var líka hægt í tívolínu, en því miður varð Mamma að teyma hestin sem ég var á og OHM hvað henni gekk illa, Mömmu finnst hestar sko alls ekki skemmtilegir hvað þá æðislegir.... En einhvern veginn gekk þetta nú hjá henni en á endanum kom Oliver og tók við hjá henni honum leist ekkert á það hvað þetta gekk hægt hjá þeirri gömlu (pabbi og Oliver pissuð alveg í sig af hlátri að horfa á hana reyna að stjórna hestinum :-) hún var ekkert sérstök í því sú gamla)... Já svo voru fullt af dýrum og öllum pakkanum í Tívolíinu svo já ég skemmti mér bara vel.... Sofnaði svo smá í bílnum á leiðinni heim og var svo HUNDFÚLL þegar við komum heim og ég fattaði það að Pabbi væri að fara í afmæli til Gogga (ég ætlaði sko með honum að hitta karlana ekki alveg hægt) og já Einar Þorri átti nú að koma að passa okkur Oliver en því miður þá var hún Mamma svo slöpp að hún treysti sér bara ekki í afmælið svo hún ákvað bara að vera heima og senda Pabba einan í afmælið... Kanski varð hún bara slöpp af því hún á afmæli á morgun, kanski fer aldurinn bara svona illa í hana... Vonum nú ekki...
Alla vegana fór mamma með mig upp að sofa áðan, eftir að pabbi fór tók hún aðra tilraun og þá sofnaði ég sko á mettíma... Greinilega DAUÐÞREYTTUR eftir alveg yndislegan dag....
Bið að heilsa ykkur öllum að sinni
Pikkum meira inn síðar...
Kristofer STÓRI

0 Comments:

Post a Comment

<< Home