Pappatag
Helló,
Í dag sunnudag var Fathersday "pabbadagur" í Lúxemborg en þegar við vöknuðum í morgun var nú samt karlinn farinn í vinnuna svo já ég lá aðeins lengur upp í rúmi með Mömmu en það er bara svo gott ég ligg hjá henni og geri hnúta í hárið á henni mjög gott fyrir mig en vont fyrir hana.... En nóg um það eftir það drifum við okkur niður og fengum okkur morgunmat þar sem við vorum kominn með fínt skipulag í morgunsárið, eftir morgunmatinn fórum við þ.e.a.s ég, Mamma og Oliver út, Oliver hjólandi en við Ma labbandi ákváðum að kíkja á Geithafurinn vin minn og gæsirnar og lömbin og já bara allan dýrapakkan hérna úti sem ég alveg elska að gera.... En hvað haldið þið við sáum sko ógeð skrítna pöddu sem ég kallaði loðin maur, en Oliver sýndi okkur þennan viðbjóð en þetta var eitthvað ógeðslegt loðið dýr sem var bara viðbjóður eins og ég kallað það.... Svo þegar við vorum búinn að vera úti dágóða stund ákváðum við að hendast heim og skila hjólin hans Olivers og fara í alvöru göngutúr í skóginn, en mér finnst það líka svaka skemmtilegt, og við fórum sko bara í langan langan göngutúr í skóginum ekkert smá skemmtilegt og við fengum að taka með okkur nokkur laufblöð en ef við verðum stilltir megum við föndra eitthvað úr þeim á næstu dögum sjáum til með það..... En eftir göngutúrinn ákváðum við að kíkja á róló, svo hringdi sá gamli meðan við vorum á róló þar sem hann var á leiðinni heim sem hentaði mér ekkert smá vel þar sem ég var að kafna úr hungri enda búinn að hreyfa mig rosa mikið þennan dag.... Svo drifum okkur heim af róló til þess að hitta karlinn og fara að elda, en í matinn var uppáhladið okkar Olivers Spaghetti.... Svo vildi Oliver endilega fara að gefa pabba pakkan sem hann kom með heim af skólanum og tók pakkan frá mér líka með niður (en ég bara tímdi ALLS EKKI að gefa pabba pakkan frá mér) en alla vegana opnaði karlinn þetta og vitir menn Oliver hafði búið til svaka flotta korktöflu en korktaflan var svona Ugla og maginn á uglunni var korktaflan svaka flott hjá honum og í pakkanum frá mér var mynd af mér ekkert smá sæt sem Carina hafði tekið í skólanum svo hafði ég sett puttaförin mín á ramman en þau voru bæði blá og bleik (en ég er sko ekki enn sáttur við það að pabbi eigi myndina svo ég segji bara að ég eigi hana og ekki hann, já hvaðan ætli ég hafi það að vera svona nískur og tími ekki að deila með mér, pottþétt ekki frá mömmu og Oliver vitum ekki hvernig pabbi var hvað þetta varðar þegar hann var lítill)......
Þegar við vorum búin að borða fórum við pabbi í það að klára að setja skápinn hennar Mömmu saman og þegar hann var ready þá var kominn kaka á borðið fyrir okkur ekkert smá notalegt ha, verst að það er ekki oftar svona pabbadagur hérna....
En því miður þurfti hann pabbi minn að fara í vinnuna aftur svo við bræður vorum bara heima með mömmu (ég var sko orðinn rosalega þreyttur eftir allt labbið fyrr um daginn), mamma ákvað svo bara að henda mér í sturtu þar sem ég var svo þreyttur og svo var bara kósýkvöld hjá okkur og já vitir menn ég sofnaði um leið og mamma fór með mig upp að svæfa mig... Enda vel þreyttur eftir alla hreyfinguna.... Svo átti ég líka að fara snemma að sofa þar sem það er skóli hjá mér í fyrramálið......
Látum ykkur vita á morgun hvernig skóladagurinn minn gengur....
Góða nótt...
Kv. Kriss duglegi
0 Comments:
Post a Comment
<< Home