Skóli Skóli skóli
Jæja þá er vikan aftur byrjuð hérna hjá okkur í Lúx, já og það var sem sagt skóli hjá mér í morgun, Ma keyrði mig í skólan og mér fannst það nú bara fínt við biðum svo saman úti eftir því að bjallan myndi hringja og þegar bjallan hringdi sá ég ákkúrat hana Carinu mínu svo ég labbaði til hennar og tók í hendina á henni og labbaði með henni inn og sagði bara bæ við mömmu ekki erfitt ha.... Svo sá mamma þegar hún kom að sækja mig að við vorum úti að leika okkur svo hún beið bara út í bíl þar sem við löbbuðum svo öll inn í halarófu og sóttum töskurnar okkar og aftur út að bíða eftir foreldrum okkar og jú jú þá var Ma mætt að sækja mig og mér þótti sko alls ekki leiðinlegt að sjá hana hljóp til hennar og kyssti hana (já þessi kella mín er sko oft bara fín).. Svo fór ég að segja Mömmu í bílnum hvað á dag minn hafði drifið og sagði ég þá meðal annars "mamma ég fór að gráta í skólanum af því ég vildi bara þig (og mamma fór nú næstum að gráta þegar hún heyrði þetta)" svo mamma spurði af hverju vildir þú mig sæti minn, því var fljótt svarað "ég meiddi mig og vildi bara þig" já hún mamma er sko langbest í því að hugga mig þegar ég meiði mig hún er sko BEST í HEIMI í þeim pakka (þ.e.a.s ef Amma sæta er ekki á staðnum)....
Alla vegana keyrðum við Mamma heim og þá varð ég eftir hjá þeim Gamla meðan mamma sótti Oliver í skólan svo voru það bara róleg heit hjá okkur, og já ég varð náttúrulega að haga mér svona eins og hann Emil stór vinur minn í Kattholti.... Fórum svo og skutluðum pabba að sækja bílinn svo hann kæmist í vinnuna og við Mamma bara heim og ákváðum svo að labba að sækja Oliver í skólan sem mér fannst sko bara skemmtilegt ég fann nefnilega nokkrar hnetur fyrir utan skólan hans og mér finnst eitthvað cool að safna þeim núna, já hvað verður það næst!!!!
Við pabbi sóttum svo Kínverskt í kvöldmatinn meðan Mamma og Oliver lærðu heima, svo var bara matur og ég látinn í bælið enda DRULLUÞREYTTUR og PIRRAÐUR lagði mig nefnilega ekkert í dag....
Jæja ég ætla að segja þetta gott í bili
Bið að heilsa þangað til næst
Kriss "Emil í Kattholti"
0 Comments:
Post a Comment
<< Home