Laugardagur...
Oh hvað var nú notalegt að sofa út í morgun, já það var sko bara huggó að fá að sofa aðeins lengur en venjulega og mig munar nú alveg um það þó svo ég fari snemma að sofa... En já það var alla vegana vaknað frekar seint miðað við aldur og fyrri störf, svo ákváðu Oliver og pabbi að hendast í bakaríið og ná í nýtt brauð svo við gætum nú fengið morgunmat en ég beið bara með Ma á meðan.... Eftir morgunmatinn þá fór Pabbi í það setja saman kommóðuna mína og ég var sko á fullu í þeim business að ÞVÆLAST fyrir karlinum meðan hann var að dunda í þessu, Oliver reyndi eins og hann gat að plata mig niður með sér að horfa á Barnasjónvarpið en NEI ég ætlaði bara að vera með honum Bjarna og ekkert annað, eins reyndi mamma að plata mig upp úr skónum en ekkert gekk ég var bara búinn að ákveða það að ég ætlaði að vera með karlinum og því var ekkert breytt.... En karlinn rétt náði að setja kommóðuna saman áður en hann þurfti að hendast í vinnuna, svo við mamma fórum í það að þrífa kommóðuna hátt og lágt og finna til fötin mín og fara í það að sortera hvað væri of lítið og hvað ætti að vera hvar og trúið mér ég hafði sko skoðun á þeim málum svona ykkur að segja. Þegar við höfðum klárað kommóðu dæmið ákváðum við að fara í Mallið að skoða og vá hvað var mikið af fólki þar þetta var sko bara ómögulegt að hafa svona marga fyrir mér... Svo við varla nenntum þessu ákváðum bara að drífa okkur heim, fara í alvöru afslöppun og ekkert annað..... Vorum svo bara í róleg heitum meðan rigninginn var úti en ákváðum svo að fara út með Oliver hann ákvað nefnilega að fara að hjóla svo við fórum með honum út sem var sko bara snilld ég kíkti á dýrin í húddinu og já ég fór í kapphlaup við mömmu og var að skoða sniglana og svona sem var úti um að gera að rannsaka það almennilega ekki satt???? Svo var bara farið heim og ég byrjaði eina ferðina enn að þvælast fyrir karlinum meðan hann setti saman fataskápinn hennar mömmu svo mamma dró mig bara niður til að svæfa mig enda var ég orðinn frekar svona pirraður og vel þreyttur eftir hlaupin á akrinum en mamma lét mig sko púla og fara í kapp við sig og Oliver á hjólinu og allan pakkan... Er núna sofnaður heavy þreyttur....
Læt ykkur svo vita annað kvöld hvernig morgundagurinn minn verður...
Kv. Kriss þreytti
0 Comments:
Post a Comment
<< Home