Wednesday, October 05, 2005

Langur Skóladagur...

Helló everybody,
Jæja þá er þessi miðvikudagur að verða búinn, komið kvöld og ég farin að sofa enda vel þreyttur eftir langan skóladag en á miðvikudögum fer ég 2 sinnum í skólan fyrst um morguninn svo aftur eftir hádegi....
Dagurinn byrjaði bara nokkuð vel ég vaknaði um leið og mamma og var bara í bananstuði vissi að ég væri að fara í skólan og það var bara skemmtilegt pantaði hvað ég vildi fá í nesti og svona svo já ég er sko bara orðinn eins og fullorðinn maður hvað þessi leikskólamál mín varðar... En já svo þegar allt var ready þá var keyrt af stað í skólan minn þar sem hann er svona frekar langt frá okkar húsi,hann er hér í næsta bæ..... Já Gamla settið fór með mig í morgun sem mér fannst nú bara skemmtilegt svo labbaði ég bara inn eins og fullorðinn lítill karl (aftan frá séð, þá hefði fólk kanski haldið að það væri Spidermantaska með lappir að fara í skólan en ég vill þessa dagana bara fara með Spiderman töskuna mína í skólan og hún er sko HUGE STÓR fyrir Stubbinn mig en ég vill hana og hana hef ég takk fyrir) labbaði bara inn með henni Carinu vinkonu minni ekki mikið mál fyrir mig, ha!!! Svo þegar Gamla settið kom að sækja mig þá var ég úti að leika og ég ætlaði nú bara að taka til fótana og hlaupa til þeirra en NEI það mátti ekki ég átti að fara inn með krökkunum og sækja töskuna mína og já já ég var alveg sáttur við það.... Svo fórum við heim og Mamma byrjaði að elda en Oliver langaði svo í Pasta í hádegismatinn og mamma ætlaði að hafa það tilbúið þegar hann kæmi heim.... Ég hjálpaði þeirri gömlu aðeins við eldamennskuna (var mest í því að borða það sem átti að fara í pastað)... Svo fengum við að borða fórum svo í smá bíltúr eftir matinn og svo beint í skólan aftur og það var sko ekkert mál vinkaði bara bless og labbaði inn með krökkunum já maður kann þetta alveg nú orðið......
Mamma kom svo að sækja mig þegar skólinn var búinn og ég beið bara stilltur á tröppunum eftir þeirri gömlu ekki mikið mál fyrir mig... Þá hentumst við heim og ég rétt hitti pabba þar sem hann var að fara í vinnuna en við hin fórum bara inn þar sem Oliver átti að fara að læra en hann lærði smá svo fórum við öll út og mér fannst það nú bara alveg frábært þar sem ég var sko alveg að sofna hjá Ma áður en við ákváðum að skella út... Við löbbuðum og kíktum á Geithafurinn vin minn, Gæsirnar, hænurnar, skrautfuglana, lömbin og já ég fylgdist sko spenntur með því hvað bóndinn var að gera á akrinum en hann ók um á traktornum sínum og var að sá fræum og mér þótti það ekkert smá spennandi....
Eftir útiveruna var bara farið heim ég fékk að borða og svo að sofa þar sem ég var sko DAUÐUR úr þreytu...
Svo nú sef ég vært enda vel þreyttur........
Góða nótt
Kriss Duglegi....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home