Sunday, October 23, 2005

Sunnudagur sunnudagur

Mojen allir saman,
jæja þá er helgin að verða búin já síðasta helgin fyrir Íslandsferðina.... Í dag vaknaði ég ekkert smá hress ELDSNEMMA í morgun en já það er bara eins og það er þegar maður fer snemma að sofa vaknar maður að sjálfsögðu líka snemma ekki satt???? En alla vegana var engin í stuði til að fara alveg strax fram úr svo Oliver og Kristofer fengu bara að koma upp í rúm til Ma og Pa og þá var verið að ræða hvað okkur bræður langar í í jólagjöf og svoleiðis nokkuð... Já og svo fann ég blaðið sem Mamma var búinn að kaupa handa mér en ég átti ekki að fá fyrr en ég færi í Flugvélina, já svona er ég nú stundum sniðugur ekki satt???? Svo loksins drifum við okkur á fætur og ákváðum að fara í góðan bíltúr fórum til Belgíu bara svona á rúntinn að skoða og keyrðum svo fullt um hér í Lúx og ákváðum svo að fara á róló í Grevenmacher sem var sko ógeð flottur róló og við bræður skemmtum okkur alveg konunglega á rólóinum... Þegar við vorum svo að fara af róló þá kom ÞYRLA og já mér þótti það ekki leiðinlegt en hún lenti á körfuboltavellinum við hliðina á rólóvellinum ekkert smá sport það!!!!! Ég kíkti svona aðeins á þyrluna og svo var bara lagt í hann og ætluðum við þá beint heim..... Svo var bara liðið að kafna úr hungri svo Pabbi ákvað að bjóða okkur bræðrum á MacDonalds uppáhaldið mitt og tókum við það bara með heim og borðuðum þar..... Eftir það voru það bara róleg heit sem tóku við heima sem var bara notalegt við bökuðum köku og svona skemmtilegt...... Svo var það bara sturta og bælið sem beið mín enda ég orðinn þreyttur (er nefnilega smá horaður samt alls ekki grænt sem betur fer) svo nú ætlar Ma bara að vona að ég nái horinu úr mér áður en við förum til Íslands, því það er sko ógeð stutt í ferðina okkar.....
Ælta að láta þetta duga í bili
Bið að heilsa þangað til næst....
Kv. Kriss Rólóstrákur

0 Comments:

Post a Comment

<< Home