Krossaradagur.....
Helló allir saman,
þá er helgin búin og já þessi helgi var bara alveg ágæt svona ykkur að segja..... Pabbi gamli sem er komin í mikið uppáhald hjá mér var heima í allan dag og fór ekki að vinna fyrr en eftir kvöldmat í gær ekki amalegt það..... En já í dag var vaknað snemma eins og mér einum er lagið líkt og karlinn ákvað að vera góður við mig og fór með mér fram enda var ég ekkert að nenna því að liggja upp í rúmi lengur... Fórum beint í bílskúrinn að reyna að laga hjólið hans Pabba og taka hjálparadekkin undan Olivers hjóli já það átti sem sagt að fara að leika sér í dag fara að krossarast og mér finnst það nú ekki leiðinlegt..... Svo þegar allt var ready og við búinn að borða smá var lagt í hann og komið við hjá Gogga og Co. fyrst þar sem þau voru að fara að hjóla líka og já já Rebbi stór vinur minn líka með...... Svo var farið til Þýskalands en þar er brautinn sem karlarnir leika sér á (mér fannst að vísu pínu leiðinlegt að geta ekki leikið mér á hjólinu okkar Olivers þar sem það voru engin hjálparadekk á því en ég lét mig nú bara hafa það enda er ég stór og duglegur strákur).. Þarna vorum við heillengi ekkert smá gaman.... Að vísu tókst honum Pabba gamla að krassa hjólinu hans Gogga svo já það var nú farið heim fljótlega eftir það enda allir búnir að fá nóg af að leika sér....Þegar heim var komið var ákveðið að drífa sig með karlinn á spítalan til að stífkrampasprautu (það er nefnilega GERMS hér í moldinni) svo já meðan karlinn var á spítalanum fórum við Ma heim með mig að sturta mig (ég vel skítugur eftir daginn) og gefa mér að borða þar sem ég þarf alltaf að fara ELDSNEMMA að sofa... En ég var eitthvað ekki sáttur við það að skilja pabba minn bara eftir á einhverjum spítala svo ég grét hann mikið og sagðist verða að fara á spítalan að hitta Doksa líka þar sem ég væri svo veikur í maganum já ég reyndi ÖLL MÖGULEG TRIKK... Svo á endanum fórum við Ma og sóttum Oliver svo ég gæti farið að sofa en vitir menn mér tókst ekki að sofna fyrr en við vorum búin að sækja Pa og þá tók þetta sko engan tíma að sofna... Karlinn er bara í svo miklu uppáhaldi hjá mér núna þessa dagana að ég vill bara hafa hann heima 24/7..... En já ég er alla vegana sofnaður núna og svo er skóli hjá mér á morgun.... Gaman að sjá hvernig sá dagur á eftir að ganga..... Nú eru bara 12 dagar í Íslandsferð hjá okkur svo nú verðið þið bara að fara að telja niður með okkur....
Bið að heilsa þangað til næst.....
Góða Nótt
Kriss Pabbastrákur...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home