Pabba strákur...
Góða kvöldið
Já þá er þessi dagur búinn og ekki nema 10 dagar í Íslandsferðina MIKLU.... Ég sagði nú við mömmu í dag hvort við ættum ekki bara að drífa okkur á flugvöllinn og taka Luxair til Íslands og kíkja í Ömmuhús..... En lífið er ekki alveg svona einfalt eða hvað?????
En þessi dagur byrjaði frekar snemma, ég var sko bara í stuði þegar Oliver var að vakna í skólan (mamma sem ætlaði að plata mig í bælið aftur það tókst ekki)... Eftir morgunmat og smá stuð niðri plataði mamma mig upp og sagði að hún eða Pabbi skyldu lesa fyrir mig sögu og ég var nú alveg til í það skal ég segja ykkur... Ég dreif mig því upp og fékk pabba til að lesa nokkrar bækur fyrir mig og svo var ég nú bara að leika mér upp í morgun sem var sko bara fínt....Ákváðum svo bara að drífa okkur út í bíltúr og finna Legóbíl fyrir Oliver þar sem hann stóð sig svo vel í síðasta prófi þessi elska.... Fórum smá búðarferð og svo beint í það að sækja Oliver í skólan (vá hvað ég er alltaf glaður þegar Oliver kemur heim og þá sérstaklega þá daga sem ég er ekki í skólanum).... Komum heim þar sem ég ákvað að vera niðri með Sjúklingnum meðan Ma var að hjálpa Oliver með heimanámið.... Ákvað svo að vera óþekkur og svoleiðis meðan Oliver byrjaði að kubba bílinn sinn... Mamma nennti því nú bara alls ekki svo hún bauð mér út í göngutúr að hitta hana Susie vinkonu mína og gefa henni gulrót og kíkja svo í smá skógarferð og já já ég dreif mig með kellu út ekki amalegt það, enda alveg ágætis veður..... Komum svo heim eftir fínan göngutúr og fórum í það að elda ég var svona aðeins að vera óþekkur áfram við Oliver og Pabba svona eins og gengur og gerist á bestu bæjum...... Svo fékk ég að fara niður með Sjúklingnum eftir matinn og þar lá ég að horfa á TV með honum, sem mér fannst bara alveg ágætt í stuttan tíma.... Eftir smá stund ARBAÐI sú gamla á mig að nú væri kominn háttatími og þá dreif ég mig í náttfötin og upp að sofa ég var sko vel þreyttur eins og alla hina dagana, enda er nánast alveg búið að taka af mér miðdegislúrinn (fæ að leggja mig smá ef við erum í bílnum, eða ef ég er rosalega þreyttur annars ekki)....
Er farin að telja niður með Ma í Íslandsferðina og vill endilega vita hvernig flugvél við fljúgum með og hvernig hún er á litinn og allan pakkan....
Þetta er bara týpískur ég....
Bið að heilsa þangað til næst
Kristofer "Emil" Pabbastrákur
0 Comments:
Post a Comment
<< Home