Monday, October 17, 2005

Skóli skóli skóli

Mojen allir saman,
Þá er þessi mánudagur alveg að verða búinn!!! Ég vaknaði frekar snemma miðað við aldur og fyrri störf en já hvað með það það var skóli hjá mér í dag svo það er nú bara í góðu lagi að drífa sig á fætur ekki satt???? Svo var farið í morgunmatinn og þetta venjulega svo keyrði Ma mig í skólan og hljóp með mig inn,náði aðeins að tala við Carinu til að biðja um frí 28. okt fyrir mig svo ég kæmist til Íslands í ömmuhús..... En alla vegana þá var gaman hjá mér í skólanum því þegar Ma kom að sækja mig var ég með eitthvert dót sem ég hafði föndrað fyrr um daginn svaka flott hjá mér eins og allt sem ég geri..... Við drifum okkur svo heim þar sem Kjúklingurinn okkar var með í bílnum.... Þegar heim var komið fékk ég aðeins að þvælast fyrir karlinum og rekast í hann (en karlinn er enn HELV:.. aumur eftir krassið síðan í gær svo ég má alls ekki snerta hann en vitir menn ég hef aldrei á ævinni rekist eins mikið í hann en ákkúrat í dag :-) !!! ) Svo vorum SS pylsur í hádegismatinn þar sem Oliver kom heim í hádegishléinu sínu.... Eftir hádegi var ég bara líka heim þar sem karlinn fór nú ekki langt eins og hann var á sig kominn var bara meira fyrir að vera heima í afslöppun en það er því miður bara ALLS EKKI hægt þegar ég er heima, halló ég vill láta hafa svolítið mikið fyrir mér....... Þegar Oliver var svo LOKSINS búinn í skólanum mættum við öll að sækja hann þar sem við ætluðum að drífa okkur til Magna að gefa Slögunni hans að borða og vitið þið hvað slangan borðar???? Já hún er svo lítil að hún borðar DAUÐAR MÝS og það þótti mér sko merkilegt og talaði mikið um það.... Við affrystum sem sagt 2 dauðar mýs og gáfum slöngunni.... Ekki leiðinlegt það ef ykkur langar að vita það!!!!!! Eftir það drifum við okkur heim og ég var svona frekar boring svo mamma ákvað bara að bjóða mér út í garð meðan Oliver var að læra, og það þótti mér alls ekki leiðinlegt var ýmist í garðinum eða bílskúrnum og dundaði mér heillengi þar..... Dreif mig svo inn í náttfötin og lagði mig svo undir sængina hjá Pabba og var þar þangað til mamma dró mig í bælið..... Fór svona frekar seint að sofa miðað við aldur og fyrri störf, en í staðinn sofnaði ég bara á METTÍMA.....
Jæja ætla að njóta þess að vera í draumalandi...
Bið að heilsa þangað til næst
Kristofer Emil í Kattholti

0 Comments:

Post a Comment

<< Home