Saturday, October 15, 2005

Laugardagur

Gott kvöld góðir hálsar....
Jæja hvað segið þið þá??? Ég segji sko bara allt þetta fína Karlinn í Kína í þessu góða veðri sem er hjá mér :-) bara búið að vera æðislegt veður hjá okkur (svona íslenskt sumarveður eða lúx haustveður)... Og það er sko bara búið að vera gaman hjá mér.... Á föstudaginn var skóli hjá mér fyrir hádegi og mér finnst bara skemmtilegt í skólanum... Svo var það bara chill eftir hádegi með gamla settinu eins og svo oft áður.... Við sóttum svo Oliver í skólan þegar hann varð loksins búinn og þá ákváðu karlarnir að fara í klippingu (ég þurfti sko ekki að fara með þeim HEPPINN ég, pabbi rakaði nánast allt hárið af mér um daginn svo ég hef ekkert hár til að klippa!!!).... Svo var farið snemma að sofa á föstudaginn eins og alla aðra daga vikunnar.....
LAUGARDAGUR
Já ég svaf nú óvenjulengi í dag... Bara hið besta mál, fór svo bara einn frammúr ekkert smá duglegur strákur, fór að vísu upp og bað Ma að opna fyrir mig djús.... Sú gamla ákvað því bara að drífa sig með mér fram og leyfa Körlunum að sofa lengur.... Við Ma chilluðum bara þangað til gengið vaknaði, þá voru allir drifnir í föt og við á rúntinn..... Það var sko bara gaman :-) Fórum út um allt gjörsamlega í dag... Ákváðum svo að stoppa á Burger King (já eitthvað verður maður að fá í gogginn)... Kíktum svo til Gogga og Co. í smá heimsókn eftir það, þar hitti ég Rebba, Agnesi, Einar Þorra, Auði Rakel og Elísabetu að sjálfsögðu (ákvað að vera smá fyndinn fyrir þau svona eins og ég er alltaf, byrja samt alltaf á því að vera smá feiminn við allt liðið fyrst..) Svo var nú ákveðið að drífa sig heim þar sem sá Gamli þurfti að mæta í vinnuna og ég var nú orðinn frekar þreyttur enda löngu kominn svefntími á mig..... Ég hentist svo bara beint í sturtu þegar heim var komið og svo í bælið og þar sef ég eins og sveskja ákkúrat núna......
Ætla að enda þetta á því að óska henni Ágústu Eir vinkonu minni til hamingju með afmælið en Prinsessan er 8 ára í dag..... Til hamingju með það....
Bið að heilsa ykkur að sinni
Kristofer broskarl.....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home