Tuesday, May 31, 2005

Hættur á leikskólanum....

Jæja þið þarna úti þá er ég hættur á leikskólanum, já já minn síðasti dagur er búinn á leikskólanum "Álfatúni". Svo það verður gaman að sjá hvernig mér á eftir að líða í heila viku heima með Ma allan daginn. Sem betur fer er sko ýmislegt sem við þurfum að gera svo ég drepst alveg örugglega ekki alveg úr leiðindum.... En já ég fór með smá pakka með mér handa kellunum á minni deild og svo já handa henni Möggu minni sem ég á nú eftir að sakna mikið en þær Magga (sú sem tekur alltaf á móti mér á morgnana og gefur mér morgunknúsið) og Falasteen hafa sko alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Svo ég á nú alveg pottþétt eftir að sakna þeirra beggja alveg rosalega mikið... En ég hlýt nú að jafna, svo þegar mamma sá í morgun að Falasteen var líka að hætta á leikskólanum þá var hún sko bara feginn að hafa sagt upp plássinu þar sem leikskólinn hefði aldrei orðið sá sama fyrir okkur án Falasteen, ég hefði kanski haft Mögguna mína hjá mér en hún hættir bara svo snemma og er meira kominn á hina deildina svo ég hefði verið svolítið mikið einmanna án þeirra beggja. Að vísu hef ég verið svolítið upptekinn af STÓRU DEILDINNI undanfarna daga þar sem hann Haraldur uppáhalds vinur minn var kominn þangað niður (tók því ekki að færa mig milli deilda fyrir bara nokkra daga). En já kanski á ég bara eftir að fara í leikskóla í Lúx, sjáum til með það....
En annars eru bara 8 dagar í flugið hjá okkur svo já við Ma höfum nú ýmislegt að gera á daginn þangað til við förum og jú svo er Amma Dísa búinn að bjóða okkur í kaffi til sín á laugardaginn sem hentar okkur mjög vel hún ætlar að hafa Löngu hjá sér svo þá sláum við sem sagt 2 flugur í einu höggi náum að kveðja þær báðar á einum og sama deginum sem er náttúrulega bara snilld.
Annars var dagurinn í dag bara skemmtilegur Langi og Langa komu í heimsókn og ég var sko gjörsamlega á útopnu Langa til mikillar skemmtunar. Mér finnst húfan hans Langa nefnilega svo flott og ég veit að ég verð alltaf að þrífa á mér puttana áður en ég fæ að fikta í henni og hvað geri ég nú ekki til að fá að fikta í henni jú jú ég fer bara sjálfur inn á bað og þríf á mér hendurnar og sýni Langa svo stoltur hreinu puttana mína, tek húfuna hans og fer að hlaupa út um allt með hana. Já uppátækin mín eru sko alls ekki eins og allra annara..... Svo tókst mér að sting af út, já já hurðin var opin og ég bara klæddi mig í strigaskóna sjálfur og rauk af stað út (en mamma fann mig nú strax ég var kominn með skóflu að vinna í blómabeðunum hérna úti) var auðvita að gera eitthvað sem er alveg BANNAÐ, það er sko minn stíll.....
En já við látum ykkur nú vita af því hvernig dagarnir hjá okkur Ma eiga eftir að líða og hvernig spenningurinn á eftir að aukast fram að fluginu....
Þangað til næst
Kossar og knús
Kriss stóri strákur

Sunday, May 29, 2005

Bara 2 dagar eftir á leikskólanum :-)

Helló,
Já nú þegar helgin er að klárast ákvað Pikkólína að pikka inn fyrir mig atburði helgarinnar.
Föstudagurinn var bara þessi venjulega rútína og svo þegar heim var komið eftir leikskólan ákvað hann Reynir að fara út með okkur bræður og viðra okkur. Það var sko langur göngutúr og stoppað á róló mér til mikillar gleði. Þegar heim kom þá næstum leið yfir mömmu ég var svo ægilega skítugur (og ég með mína sjálfbjargar viðleitni fannst þetta nú bara ekkert mikið sagðist bara ætla að þrífa á mér hendurnar) en það þurfti nú meira til en það. Ég var sendur í sturtu meðan hann Oliver stóri brósi eldaði handa okkur pizzu ekki amalegt það. Svo já var lagast upp í sófa og haft kósý stund. Svo kom hún Amma sæta heim og bauðst til að klippa okkur bræður og já ég ákvað nú bara að drífa mig í stólinn og tók því fegins hendi og mig kitlaði svo svakalega þegar hún klippti að það var ekkert venjulegt. Svo var ég sturtaður aftur áður en ég fór í bælið.
Á laugardaginn var ég með RÆS eldsnemma eins og venjulega og vakti alla í familíunni (no mercy þegar ég á í hlut). Svo það var ákveðið að við skyldum öll skella okkur í sund mér til mikillar gleði, eftir dágóða stund í lauginni já og margar ferðir í rennibrautinni með Reynsa, skelltum við okkur í bakaríið (og minn maður heimtaði eins og alltaf KLEINUHRING). Við ákváðum að hringja í Löngu og Langa og bjóða þeim í kaffi, og já svo kíktu Kristín og Tvibbarnir líka í kaffi mér til mikillar gleði. Mér fannst alveg frábært þegar Ma og Amma fundu leikgrindina (rúmið) fyrir þá og vildi endilega fá að leggjast með þeim í rúmið sem ég fékk í smá stund en það er bara svo erfitt að láta þá alveg í friði alveg nauðsynlegt að strjúka þeim aðeins það er alveg nauðsynlegt. Svo varð ég orðinn svo ægilega þreyttur að Ma fór með mig inn að sofa (taka smá lúr). Svo þegar ég vaknaði voru bara allir farnir út. En ég lifði það alveg af ég hafði hana Ömmu mína til að leika við. Um kvöldið fór hún Mamma mín í sveitina í mat svo Amma og Reynsi pössuðu okkur bræður....
Í dag sunnudag var ræs snemma eins og alla hina dagana og ég plataði ömmu með mér fram svo fór ég í það að hjálpa Reynsa að flytja dót milli herbergja (mér fannst ég alveg ómissandi var ekki að fatta það að ég var bara að flækjast fyrir) svo ákváðum við, ég, Oliver, Amma og Ma að skella okkur í bíltúr til Löngu og Langa. Þegar þangað var komið sagði ég bara LangömmuAfi get ég fengið að borða (já greinilega að ég er svelltur heima hjá mér) svo eftir smá stund þar vildu þau endilega bjóða okkur öllum í ísbíltúr sem var náttúrulega alveg frábært. Eftir ísinn fórum við og kíktum á nýja húsið hjá Rebekku og Óskari og vá hvað ég var heppinn þar, já þau eiga sko einn kött (hann Sófus) og einn hund (hana Blíðu) og vá hvað ég komst í feitt. Ég elti dýrin gjörsamlega á röndum og skipaði þeim fyrir. Fylltu svo matardallinn hjá Blíðu og byrjaði að mata hana já hún fékk engu um það ráðið (já og haldið þið að ég hafi spurt hvort ég mætti fylla á dalinn NEI mér datt það nú bara ekki til hugar sá bara að hann var tómur og fannst greinilega bara enginn var að hugsa um hundinn) og ég gjörsamlega lét hana Blíðu ekki í friði setti upp í hana einn bita í einu og hún var ánægð með það. Svo þegar kom að því að fara var ég ekki eins sáttur þar sem hún Blíða var ekki búinn að klára úr dallinum. En þeim tókst nú að draga mig út á endanum. Svo var það bara að skella sér heim beint í mat og sturtu þar sem ég hafði ekkert lagt mig allan daginn (sem er mjög ólíkt mér) enda var ég frekar mikið pirraður og þreyttur þegar ég fór inn að sofa en sofnaði bara á örfáum mínútum. Svef núna eins og sveskja. Á bara eftir að vakna 2 daga í leikskólan og svo er ég bara kominn í FRÍ ekkert smá gott mál....
Jæja nú ætlar hún Pikkólínan mín að hætta í bili...
Hún leyfir ykkur nú að heyra meira frá okkur áður en við flytjum...
Þangað til þá
Góða nótt og eigið þið góðan dag....
Eða eins og Kriss segir við Oliver á hverjum morgni (þegar skóli er) GÓÐA SKEMMTUN Í DAG.

Friday, May 27, 2005

Kriss Útistrákur

Það er sko ENGIN eins og ég....
Vá hvað ég er einstakt EINTAK. Það sem velltur upp úr mér, held ég að önnur 2 ára börn séu sko ekki að segja. Mamma mín veit heldur ekkert hvaðan ég kem J en hún/þau gætu sko ekki verði án mín. Já dagurin í gær var frábær bara eins og allir hinir dagarnir. Ég var í leikskólanum allan daginn og fékk plokkara og mér finnst fiskur svo rosalega góður að ég get bara borðað út í eitt af honum svo það var mikið borðað á leikskólanum í gær, en ég var ekki eins ánægður með meðlætið sem var grænmeti en það mátti nú fylgja með plokkaranum. Svo þegar mamma sótti mig var ég úti að leika bara á bolnum (mömmu fannst ég nú alltof illa klæddur enda var Skítkallt úti í gær) svo brunuðum við mútta heim og fundum Oliver á leiðinni sem fór í kapp við Golla heim, það varð bara jafntefli. Svo þegar heim kom beið Reynir eftir okkur og dró okkur með sér út ekki að mér hafi leiðst það nokkuð. Að vísu tókst mér að hella yfir mig ALLAN frá TOPPI til TÁAR hvítlaukskrydd já ég veit ég get margt sem aðrir geta ekki. Svo fórum við út á róló og eitthvað og ég sá hund og kónguló ekki leiðinlegt það ha!!!! Svo kom ég heim og var með skyggnilýsingar á því sem ég sá úti og talaði bara út í eitt eins og alltaf... Svo var það kvöldmatur en ég vildi nú bara byrja á því að fá mér Engjaþykkni ég gat bara ALLS ekki beðið eftir matnum. Svo eftir matinn þegar ég var allur skítugur (bæði eftir hvítlaukskryddið og matinn og útiveruna) sagði mamma að ég ætti að fara í sturtu en ég hélt nú ekki ég var bara PÍNU SKÍTUGUR ekki mikið NEI NEI NEI... En svo var það sturta og eins og alltaf neitaði ég að fara úr henni.... Svo vildi ég fá að horfa á Simpsons áður en ég færi inn í rúm og já það var nú í góðu lagi. Svo þegar Strákarnir voru að byrja í TV þá sagði ég NEI ég ætla að horfa á Strákana líka og já já minn maður þekki sko SVEPPA og AUDDA í mílu fjarlægð... En nei nú sagði mamma NEI inn í rúm svo ég hefndi mín bara og tók með mér allskonar dót inn í rúm eins og svo oft áður....
Nú í dag er síðasti Föstudagurinn minn á leikskólanum en ég hætti þar sem sagt 1.júní...
Jæja mamma ætlar að fara að vinna og hætta að pikka fyrir mig..
Biðjum bara að heilsa í bili
Kriss og Ma.

Wednesday, May 25, 2005

Langflottastur

Jæja þá ákvað ritarinn minn að pikka nokkrar línur inn fyrir mig... Já hvað er ég nú búinn að vera að BRALLA jú jú ég þessi ELSKA geri eitthvað af mér á hverjum einasta degi en það er bara ég og þá er bara að sætta sig við það ekki satt??? Ég er nú svo ægilega skemmtilegur að mamma er nú fljót að gleyma öllum prakkarastrikunum mínum sem betur fer....
Já dagurinn í dag var nú eins og flestir aðrir við fórum í morgun á leikskólan og það var nú bara fínt ég gat farið í það að leika við hann Harald vin minn en við erum sko góðir saman í dag þá ákváðum við tildæmis að skjóta alla krakkana (mamma mín skilur ekki hvaðan ég fæ mínar hugmyndir) en ég var sko stoltur þegar ég sagði henni frá þessum leik okkar. Svo ákvað hún Katrín Embla bara að borða mig fyrir vikið og ég var sko alls ekki sáttur við það að vera bitinn en já mér leið nú mun betur þegar ég fékk að vita það að hún yrði sett í SKAMMARKRÓKINN (hversu oft ætli ég hafi farið þangað) mamma er nokkuð vissum það að það frekar OFT, en jafn mikill púki og ég er þá get ég sko líka alveg verið eins og LJÓS.....
En svo sótti mamma mig og mér þótti það sko ekki leiðinlegt byrjaði á því að tilkynna henni að ég hefði fengið SÚKKULAÐI KÖKU í kaffinu og skyr og brauð með papriku í hádeginu, ekki amalegt það ha...
Svo þegar við komum heim þá bauð Reynir okkur Oliver með sér í göngutúr og ég vildi náttúrulega endilega drífa mig út og við vorum sko heillengi út og það var stoppað á róló og allur pakkinn... Svo komum við heim í mat og já eftir matinn lagðist ég í sófan og horfði á Simpsons svo fór mamma með mig inn í rúm og ég sofnaði sko mjög fljótlega enda ég búinn að vera mikið úti í allan dag....
En núna er sú gamla (pikkólínan) að hugsa um það að skella sér í bælið þar sem hún er orðin gömul og þreytt...
Læt svo heyra frá mér fljótlega aftur...

Saturday, May 21, 2005

Kriss coolisti

Já ég heiti Kristofer Bergmann og er Bjarnason... Er 2 ára töffari, verð sko 3 ára í ágúst.... Fæddist í Ameríku 2002 og flutti svo til Íslands 2003 svo núna 2005 er ég að fara að flytja til Lúxemborgar svo já það mætti segja að ég hafi prufað svona nokkra staði.... Í dag er ég í leikskólanum Álfatúni í Kópavogi þar sem uppáhaldskennarinn minn heitir Falasteen hún er rosalega skemmtileg... Bestu vinir mínir eru númer 1,2 og 3 Haraldur en við erum rosa góðir saman svo finnst mér hann Einar Már líka fínn.. En annars leik ég nú bara við alla krakkana á leikskólanum....
Ég er svaka duglegur strákur... Og já rosalega skemmtilegur það er sko mörgum sinnum á dag sem hún mamma mín hlær af mér.....
Þetta er bara fyrsta prufan okkar

Kristofer langflottastur

Halló
Nú ætlar mamma að prufa að setja eitthvað á síðuna mína, en hún er að opna bloggsíðu fyrir okkur bræður þar sem við erum að fara að flytja til Lúxemborgar til hans Pabba en Oliver fékk bloggið www.oliskoli2000.blogspot.com svo nú ætla hún og Oliver að vera duglega að segja frá því sem verður að gerast hjá okkur eftir að við flytjum út... Veit nú ekki hvort hún á eftir að vera dugleg að blogga áður en við förum, en við förum út 8. júní svo fljótlega eftir það verður þetta vonandi orðið fínt hjá okkur!!!!!
Annars er ég sko alls ekki eins og önnur börn mjög uppátækjasamur og finnst gaman að vera til alltaf/oftast. Er alltaf í stuði til að stríða og finnst það rosalega gaman. Já og ótrúlegustu hlutir geta komið upp úr mér..
Núna um helgina bíður okkar stór gámur sem við þurfum að pakka í og senda til Lúx, í hann verður allt dótið okkar sett mér til mikillar armæðu er ekki alveg að skilja þetta að ég hafi ekki neitt dót lengur (eða já dótið sem ég hef er MJÖG LÍTIÐ) þar sem mamma nennir ekki að vera með NEINN óþarfa í flugvélinni :-) svo já það er allt af skornum skammti hjá okkur líka fötin en hún er að verða búinn að pakka í alla kassana og þá er nú bara eftir að raða inn í gáminn og loka honum... Ekkert smá frábært!!!!
Svo helgin okkar fer í þetta......
Já nú á ég bara örfáa daga eftir í leikskólanum en minn síðasti dagur þar verður 31. maí svo já það er ekki mikið eftir.. Við mamma ætlum bara að vera saman heima þangað til Oliver verður búinn í skólanum og þá leggjum við í hann!!!!!! En hann Oliver stóri bróðir minn er sko orðinn 7 ára og er í 1. bekk í Kópavogsskóla