Saturday, May 21, 2005

Kristofer langflottastur

Halló
Nú ætlar mamma að prufa að setja eitthvað á síðuna mína, en hún er að opna bloggsíðu fyrir okkur bræður þar sem við erum að fara að flytja til Lúxemborgar til hans Pabba en Oliver fékk bloggið www.oliskoli2000.blogspot.com svo nú ætla hún og Oliver að vera duglega að segja frá því sem verður að gerast hjá okkur eftir að við flytjum út... Veit nú ekki hvort hún á eftir að vera dugleg að blogga áður en við förum, en við förum út 8. júní svo fljótlega eftir það verður þetta vonandi orðið fínt hjá okkur!!!!!
Annars er ég sko alls ekki eins og önnur börn mjög uppátækjasamur og finnst gaman að vera til alltaf/oftast. Er alltaf í stuði til að stríða og finnst það rosalega gaman. Já og ótrúlegustu hlutir geta komið upp úr mér..
Núna um helgina bíður okkar stór gámur sem við þurfum að pakka í og senda til Lúx, í hann verður allt dótið okkar sett mér til mikillar armæðu er ekki alveg að skilja þetta að ég hafi ekki neitt dót lengur (eða já dótið sem ég hef er MJÖG LÍTIÐ) þar sem mamma nennir ekki að vera með NEINN óþarfa í flugvélinni :-) svo já það er allt af skornum skammti hjá okkur líka fötin en hún er að verða búinn að pakka í alla kassana og þá er nú bara eftir að raða inn í gáminn og loka honum... Ekkert smá frábært!!!!
Svo helgin okkar fer í þetta......
Já nú á ég bara örfáa daga eftir í leikskólanum en minn síðasti dagur þar verður 31. maí svo já það er ekki mikið eftir.. Við mamma ætlum bara að vera saman heima þangað til Oliver verður búinn í skólanum og þá leggjum við í hann!!!!!! En hann Oliver stóri bróðir minn er sko orðinn 7 ára og er í 1. bekk í Kópavogsskóla

1 Comments:

Blogger Oli Skoli 2000 said...

Mamma elskar þig langmest... Þú ert langflottastur...
Mamma sæta

1:03 AM  

Post a Comment

<< Home