Sunday, May 29, 2005

Bara 2 dagar eftir á leikskólanum :-)

Helló,
Já nú þegar helgin er að klárast ákvað Pikkólína að pikka inn fyrir mig atburði helgarinnar.
Föstudagurinn var bara þessi venjulega rútína og svo þegar heim var komið eftir leikskólan ákvað hann Reynir að fara út með okkur bræður og viðra okkur. Það var sko langur göngutúr og stoppað á róló mér til mikillar gleði. Þegar heim kom þá næstum leið yfir mömmu ég var svo ægilega skítugur (og ég með mína sjálfbjargar viðleitni fannst þetta nú bara ekkert mikið sagðist bara ætla að þrífa á mér hendurnar) en það þurfti nú meira til en það. Ég var sendur í sturtu meðan hann Oliver stóri brósi eldaði handa okkur pizzu ekki amalegt það. Svo já var lagast upp í sófa og haft kósý stund. Svo kom hún Amma sæta heim og bauðst til að klippa okkur bræður og já ég ákvað nú bara að drífa mig í stólinn og tók því fegins hendi og mig kitlaði svo svakalega þegar hún klippti að það var ekkert venjulegt. Svo var ég sturtaður aftur áður en ég fór í bælið.
Á laugardaginn var ég með RÆS eldsnemma eins og venjulega og vakti alla í familíunni (no mercy þegar ég á í hlut). Svo það var ákveðið að við skyldum öll skella okkur í sund mér til mikillar gleði, eftir dágóða stund í lauginni já og margar ferðir í rennibrautinni með Reynsa, skelltum við okkur í bakaríið (og minn maður heimtaði eins og alltaf KLEINUHRING). Við ákváðum að hringja í Löngu og Langa og bjóða þeim í kaffi, og já svo kíktu Kristín og Tvibbarnir líka í kaffi mér til mikillar gleði. Mér fannst alveg frábært þegar Ma og Amma fundu leikgrindina (rúmið) fyrir þá og vildi endilega fá að leggjast með þeim í rúmið sem ég fékk í smá stund en það er bara svo erfitt að láta þá alveg í friði alveg nauðsynlegt að strjúka þeim aðeins það er alveg nauðsynlegt. Svo varð ég orðinn svo ægilega þreyttur að Ma fór með mig inn að sofa (taka smá lúr). Svo þegar ég vaknaði voru bara allir farnir út. En ég lifði það alveg af ég hafði hana Ömmu mína til að leika við. Um kvöldið fór hún Mamma mín í sveitina í mat svo Amma og Reynsi pössuðu okkur bræður....
Í dag sunnudag var ræs snemma eins og alla hina dagana og ég plataði ömmu með mér fram svo fór ég í það að hjálpa Reynsa að flytja dót milli herbergja (mér fannst ég alveg ómissandi var ekki að fatta það að ég var bara að flækjast fyrir) svo ákváðum við, ég, Oliver, Amma og Ma að skella okkur í bíltúr til Löngu og Langa. Þegar þangað var komið sagði ég bara LangömmuAfi get ég fengið að borða (já greinilega að ég er svelltur heima hjá mér) svo eftir smá stund þar vildu þau endilega bjóða okkur öllum í ísbíltúr sem var náttúrulega alveg frábært. Eftir ísinn fórum við og kíktum á nýja húsið hjá Rebekku og Óskari og vá hvað ég var heppinn þar, já þau eiga sko einn kött (hann Sófus) og einn hund (hana Blíðu) og vá hvað ég komst í feitt. Ég elti dýrin gjörsamlega á röndum og skipaði þeim fyrir. Fylltu svo matardallinn hjá Blíðu og byrjaði að mata hana já hún fékk engu um það ráðið (já og haldið þið að ég hafi spurt hvort ég mætti fylla á dalinn NEI mér datt það nú bara ekki til hugar sá bara að hann var tómur og fannst greinilega bara enginn var að hugsa um hundinn) og ég gjörsamlega lét hana Blíðu ekki í friði setti upp í hana einn bita í einu og hún var ánægð með það. Svo þegar kom að því að fara var ég ekki eins sáttur þar sem hún Blíða var ekki búinn að klára úr dallinum. En þeim tókst nú að draga mig út á endanum. Svo var það bara að skella sér heim beint í mat og sturtu þar sem ég hafði ekkert lagt mig allan daginn (sem er mjög ólíkt mér) enda var ég frekar mikið pirraður og þreyttur þegar ég fór inn að sofa en sofnaði bara á örfáum mínútum. Svef núna eins og sveskja. Á bara eftir að vakna 2 daga í leikskólan og svo er ég bara kominn í FRÍ ekkert smá gott mál....
Jæja nú ætlar hún Pikkólínan mín að hætta í bili...
Hún leyfir ykkur nú að heyra meira frá okkur áður en við flytjum...
Þangað til þá
Góða nótt og eigið þið góðan dag....
Eða eins og Kriss segir við Oliver á hverjum morgni (þegar skóli er) GÓÐA SKEMMTUN Í DAG.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home