Tuesday, May 31, 2005

Hættur á leikskólanum....

Jæja þið þarna úti þá er ég hættur á leikskólanum, já já minn síðasti dagur er búinn á leikskólanum "Álfatúni". Svo það verður gaman að sjá hvernig mér á eftir að líða í heila viku heima með Ma allan daginn. Sem betur fer er sko ýmislegt sem við þurfum að gera svo ég drepst alveg örugglega ekki alveg úr leiðindum.... En já ég fór með smá pakka með mér handa kellunum á minni deild og svo já handa henni Möggu minni sem ég á nú eftir að sakna mikið en þær Magga (sú sem tekur alltaf á móti mér á morgnana og gefur mér morgunknúsið) og Falasteen hafa sko alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Svo ég á nú alveg pottþétt eftir að sakna þeirra beggja alveg rosalega mikið... En ég hlýt nú að jafna, svo þegar mamma sá í morgun að Falasteen var líka að hætta á leikskólanum þá var hún sko bara feginn að hafa sagt upp plássinu þar sem leikskólinn hefði aldrei orðið sá sama fyrir okkur án Falasteen, ég hefði kanski haft Mögguna mína hjá mér en hún hættir bara svo snemma og er meira kominn á hina deildina svo ég hefði verið svolítið mikið einmanna án þeirra beggja. Að vísu hef ég verið svolítið upptekinn af STÓRU DEILDINNI undanfarna daga þar sem hann Haraldur uppáhalds vinur minn var kominn þangað niður (tók því ekki að færa mig milli deilda fyrir bara nokkra daga). En já kanski á ég bara eftir að fara í leikskóla í Lúx, sjáum til með það....
En annars eru bara 8 dagar í flugið hjá okkur svo já við Ma höfum nú ýmislegt að gera á daginn þangað til við förum og jú svo er Amma Dísa búinn að bjóða okkur í kaffi til sín á laugardaginn sem hentar okkur mjög vel hún ætlar að hafa Löngu hjá sér svo þá sláum við sem sagt 2 flugur í einu höggi náum að kveðja þær báðar á einum og sama deginum sem er náttúrulega bara snilld.
Annars var dagurinn í dag bara skemmtilegur Langi og Langa komu í heimsókn og ég var sko gjörsamlega á útopnu Langa til mikillar skemmtunar. Mér finnst húfan hans Langa nefnilega svo flott og ég veit að ég verð alltaf að þrífa á mér puttana áður en ég fæ að fikta í henni og hvað geri ég nú ekki til að fá að fikta í henni jú jú ég fer bara sjálfur inn á bað og þríf á mér hendurnar og sýni Langa svo stoltur hreinu puttana mína, tek húfuna hans og fer að hlaupa út um allt með hana. Já uppátækin mín eru sko alls ekki eins og allra annara..... Svo tókst mér að sting af út, já já hurðin var opin og ég bara klæddi mig í strigaskóna sjálfur og rauk af stað út (en mamma fann mig nú strax ég var kominn með skóflu að vinna í blómabeðunum hérna úti) var auðvita að gera eitthvað sem er alveg BANNAÐ, það er sko minn stíll.....
En já við látum ykkur nú vita af því hvernig dagarnir hjá okkur Ma eiga eftir að líða og hvernig spenningurinn á eftir að aukast fram að fluginu....
Þangað til næst
Kossar og knús
Kriss stóri strákur

0 Comments:

Post a Comment

<< Home