Tuesday, October 11, 2005

Heima heima heima

Mojen,
Þá er þessi þriðjudagur búinn og ég sofnaður..... Annars er þetta sko bara búinn að vera frekar rólegur dagur hjá okkur.... Oliver fór í skólan í morgun og við mamma borðuðum með honum morgunmat og ákváðum svo að drífa okkur upp í rúm aftur þegar Oliver fór út (notalegt ha) og já við sváfum eins og sveskjur og vöknuðum ekki aftur fyrr en rétt fyrir 10 í morgun og það er sko algjört met á mínum mælikvarða.... Þegar við svo loksins vöknuðum ákváðum við bara að vera löt og fara í sturtu og njóta þess að slappa af..... Fórum svo út að hreyfa okkur smá og sóttum Oliver í leiðinni enda alveg kominn tími á það að fá hann heim... Meðan Oliver svo lærði lék ég mér sem var bara fínt, hjálpaði líka Ma að taka smá til..... Svo ákváðum við að skella okkur í bæinn þegar Oliver var búinn enda var veðrið alveg YNDISLEGT hjá okkur í dag, við hentumst niður í miðbæ og löbbuðum á göngugötunni að skoða bæjarlífið og hvað væri svona að gerast.... Ákváðum svo að hendast í Mallið að versla í matinn þar sem ísskápurinn var eitthvað farin að kvarta yfir matarleysi... Þegar við vorum svo alveg að verða búinn að versla þá hringdi pabbi og var hann kominn í Mallið að leita af okkur, sem var bara fínt við fengum þá far með honum heim enda var búið að fylla matarkörfuna svo ekki veitti okkur af farinu heim!!!!!! Svo þegar heim var komið var farið í það að elda kvöldamatinn enda klukkan orðin margt og ég þreyttur og pirraður eftir því.... Ég fékk svo að borða og var eftir matinn sendur strax í bælið enda er skóli hjá mér á morgun og ég var orðinn VEL ÞREYTTUR, sofnaði á mettíma í kvöld eins og önnur kvöld....... Svo er bara að sjá hvernig morgundagurinn gengur fyrir sig....
Áður en ég hætti vill ég enda á því að óska henni Þórhildi Vinkonu minni til hamingju með daginn en hún á sko stór afmæli í dag, til hamingju með daginn vonum að þú eigir góðan dag......
Kv. Kristofer.....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home