Sunday, October 09, 2005

Rólegur Afmælisdagur

Helló
Þá er þessi sunnudagur senn á enda... Í dag gerðist svo sem ekkert merkilegt þannig að vísu átti hún Mamma mín afmæli var eitthvað rétt rúmlega Tvítug í dag þessi elska... Í tilefni þessi stálumst við Pabbi út eldsnemma í morgun og keyptum handa Kellu afmælisgjöf en við keyptum hálsmenn, eyrnalokka og armband, svaka fínt, þegar við Pabbi komum heim úr bæjarferðinni þá var sú Gamla vöknuð og farin í sturtu svo ég þurfti að bíða eftir því að fá að gefa henni pakkan en um leið og hún hleypti mér inn sagði ég TIL HAMINGJU MEÐ JÓLIN við hana ekkert smá sætt.. En svona er ég nú bara... Svo voru það bara róleg heit við bræður fórum að kela með mömmu fyrir framan imban hún var ekkert smá ánægð með það fékk að heyra að hún væri æðisleg, skemmtileg og að við elskuðum hana svo var hún kysst í kaf ekkert smá gaman ha.... Svo var það bara róleg heit með allir familíunni þar sem pabbi fór ekki að vinna fyrr en seinni partinn.... Þegar hann fór svo að vinna ákváðum við að skella okkur út í góðan göngutúr enda var veðrið alveg æðislegt sól og frábært veður... Löbbuðum góðan hring svo var farið heim og ég fékk smá köku svo var það bara sturta og það sem henni tilheyrir og kella klippti á mér allar neglur svo var það bara bælið sem beið mín og ég var sko meira en sáttur við það að fara að sofa enda vel þreyttur eftir göngutúrinn... Svo nú sef ég eins og ljós eftir rólegan dag.... Svo á morgun verður ræs snemma þar sem það er skóladagur hjá mér á morgun, bara venjuleg nývika að byrja hjá okkur eins og ykkur öllum hinum....
Bið bara að heilsa ykkur þangað til næst...
Kv. Kriss

0 Comments:

Post a Comment

<< Home