Emil í Kattholti
Mojen,
Vá ég skil ekki af hverju mamma skírði mig ekki bara Emil, vá þá myndi sko hann nafni minn í Kattholti vera ánægður því ég er stundum jafn óþekkur og hann....
Alla vegana þá var þetta bara fínn dagur hjá okkur í dag... Fékk að sofa lengur í dag þar sem það var engin skóli hjá mér í dag bara hugguleg heit hjá mínum, fékk að sofa lengur og hafa það notalegt með gamla settinu.... Fórum aðeins á rúntinn í morgun og svo var farið heim í hádeginu til að elda Íslenskar SS pylsur ekkert smá gott ha, alla vegana fannst mér það þar sem ég náði að gúffa í mínum 3 stk. og geri aðrir betur að vísu var ekkert brauð... Svo já fór karlinn að vinna svo já við Oliver vorum bara heima með Ma sem var nú alveg ágætt, nema hvað upp í mér kom líka þessi svakalegi EMIL og ég var sko alveg að gera Ma vitlausa en hún var að reyna að hjálpa honum Oliver með heimalærdóminn sem gekk því miður ekkert sérstaklega vel, svo á endanum gafst Ma upp og sagði að það þyrfti bara að fara með mig út og viðra mig... Og já ég lagaðist um leið og ég komst út skal ég segja ykkur fórum aðeins á róló og svo í svaka langan göngutúr fórum inn í skóginn og á leiðinni þurfti Oliver að segja þeirri gömlu hvað allt héti á þýsku (einhvern veginn varð hún að redda þessu með heimalærdóminn).... Meðan við vorum svo úti hringdi sá Gamli og sagðist vera kominn heim svo já við næstum hlupum bara heim svo Oliver gæti lært og ég farið að leika við pabba en ég og sá gamli fórum að þrífa Golla og eitthvað svoleiðis meðan Mamma og Oliver lærðu.... Sem var sko bara fínt... Svo sagði Mamma nú er kominn svefntími og karlinn átti að svæfa mig, sem gekk vel til að byrja með hann las fyrir mig bók og eitthvað og sagði svo bara Góða Nótt og fór en það virkar EKKI á MIG halló.... Svo á endanum kom mamma og bjargaði mér og ég sofnaði á no time, enda varð það að gerast þar sem það er sko skóli hjá mér á morgun og eins gott að ég vakni.......
Annars verðið þið að skrifa í Gestabókina hans Olivers, svo við sjáum hverjir eru að lesa bloggið okkar...
Góða nótt....
Kristofer "Emil í Kattholti"
1 Comments:
hæ sæta mús,
Palli er alveg að fara að vinna í því að setja upp gestabók fyrir þig líka. Spurning hvort þú sendir ekki öllum síðurnar ykkar aftur og segir fólki að það verði að kíkja og láta ykkur vita.
Post a Comment
<< Home