Nýr bíll - Skoðun
Helló Gott fólk,
Jæja þá er þessi vika bara að verða búin, ha.... Búið að vera alveg nóg að gera hjá mér í dag.... Fórum með nýja fína bílinn okkar í skoðun (vorum að kaupa Audi A6 station ógeð fínan)... Ég og pabbi erum sko búnir að vera saman í allan dag og trúið mér, mér leiddist það sko bara alls ekki.... Fórum snemma í morgun í tryggingarnar að redda tryggingu á bílinn svo með kaggan í skoðu og já mér finnst sko bara gaman í skoðun... Fórum svo aðeins með Magna til Þýskalands....Svo fórum við heim og þá eldaði karlinn uppáhaldið okkar Olivers Spaghetti þegar ég var búin að borða ógeð mikið ákvað ég að fara í smá bíló meðan Oliver kláraði að læra þar sem við Ma ákváðum að skella okkur út í göngutúr þegar Oliver yrði búinn.... Við drifum okkur svo út að kíkja á hana Susie vinkonu okkar og skoða bara lífið að akrinum (en það var sko rosalega gott veður að mamma tímdi ekki að eyða öllum seinni partinum inni).... Svo fórum við heim og sópuðum fyrir framan húsið okkar þar sem það var sko orðið yfirfullt af laufblöðum, ég fann Bubba Byggir hjálminn minn og ákvað að skella mér yfir götuna að laga húsið sem er að verið að byggja það (en því miður náði mamma að stoppa það), en ég dó nú ekki ráðalaus fór bara að stjórna umferðinni og skyldi ekkert hvað hún mamma mín var alltaf að arba á mig að vera ekki svona nálægt götunni en HALLÓ ég var að stjórna umferðinni...... En hún náði nú að plata mig í burtu á endanum..... Þegar við vorum búinn að þrífa stéttina fyrir framan húsið fórum við inn og þá var smá leikur áður en ég var sendur í bælið og já ég var sko bara orðinn þreyttur þegar ég fór loksins upp... En það er nú bara eins og það er.....
Gærdagurinnn (miðvikudagur) var svo sem ekkert merkilegur ég fór í skólan bæði fyrir og eftir hádegi, svo átti nú að vera foreldrafundur um kvöldið og það var í boði að hlusta á kennaran á þýsku og lúxemborgísku svo mamma talaði bara við Carinu og spurði hvernig mér gengi svo hún gæti sleppt fundinum (hún kann ekkert í frönsku og lúxemborgísku svo hún hefði ekkert grætt á þessum fundi).... Vitir menn ég skemmti mér vel í skólanum er duglegur að leika við krakkana og mér finnst greinilega gaman að vera í skólanum, en já gallinn var sá að ég TALA EKKI NEITT í skólanum (mamma fékk þá skýringu á því af hverju ég tala svona rosalega mikið heima)... En mamma og Carina ákváðu að gefa mér aðeins lengri tíma þar sem ég er eitthvað byrjaður að myndast við að nota einhver orð heima.... Gæti verið að ég sé bara feiminn í skólanum eða þá að ég vilji safna góðum orðaforða áður en ég fer að tala..... Sjáum bara hvað gerist í þeim málum, mamma er alla vegana ekkert stressuð yfir þessu.... Svo var ekker smá sætt þegar við mamma vorum að bíða eftir að bjallan myndi hringja eftir hádegið þá kom einhver bekkjarbróðir minn hlaupandi á móti mér og tók utan um mig og knúsaði mig og strauk á mér bakið, mömmu fannst þetta sko bara rosalega sætt og hugsaði já já hann á vin hann Kriss minn á vin í skólanum.... Auðvita á ég vini í skólanum nema hvað!!!!!!
Svo já þetta eru bara búnir að vera fínir dagar hjá mér þessir 2 síðustu nema hvað.... Enda leikur veðrið hérna í Lúx alveg við okkur svo við getum bara ekki verið neitt annað en rosalega ánægð.....
Bið svakalega vel að heilsa ykkur þangað til næst...
Ekki nema 15 dagar í Ísland hjá okkur þetta verður sko fljótt að líða....
Góða nótt öll sömul
Kriss uppátækjasami....
1 Comments:
Hæ sæta mús....
bara að segja hæ!
Skil ekki hvaða rugl þetta er alltaf á commentunum, alltaf eitthvað útlenskt lið að steypa eitthvað
Krissa frænka
Post a Comment
<< Home