Tuesday, November 22, 2005

Ein síða í gangi....

Mamma gleymdi sér alveg... Já við erum búin að breyta þessu systemi hjá okkur og erum við bræður núna bara með eina síðu saman í gangi og er hún www.oliskoli2000.blogspot.com og verða þar færðar inn sameiginlegar færslur fyrir okkur báða og er hún búin að sitja inn myndasíðu þar líka svo endilega kíkjið núna bara á www.oliskoli2000.blogspot.com
Kv. Kristofer

Friday, November 11, 2005

Skóli skóli skóli

Mojen
Jæja þá er þessi föstudagur senn á enda....
Já ég vaknaði eiturferskur í morgun og spurði "erum við að fara í flugvélina" já mig langar sko aftur í Ömmuhús...En já svo var nú ekki við vorum að fara að drífa okkur á fætur og svo í skólan... Já ég var nú alveg sáttur við það en skyldi nú alls ekki af hverju Pabbi fékk að sofa lengur (sá Gamli var nefnilega veikur)... Ég dreif mig fram úr og í það að bursta tennur og fá mér morgunmat... Þurfti svona aðeins að stríða Oliver og Pabba en það bara fylgir ekki satt???? Ma skutlaði mér svo í skóla og vitir menn þessa dagana þarf ég alltaf að heyra "Breaking the law" í botni þegar við erum í bílnum og ótrúlegt en satt þá hækkar hún Ma aldrei nógu hátt!!!! Ég komst nú á endanum í skólan og var sáttur þegar ég kyssti Ma bless og Carina tók á móti mér og sagði eitthvað við mig sem Ma skyldi ALLS EKKI en ég greinilega skyldi...... Ma kom svo og sótti mig í skólan í hádeginu og var hún þá með FULLAN bíl af dóti en hún hafði greinilega nýtt tíman vel og versla mikið meðan hún var barnlaus.... Við fórum heim og bárum allt draslið inn sem tók nú ekki langan tíma og þegar því var nú lokið hentist ég upp í rúm til Pabba til að tékka á því hvort hann væri lifandi... Ég fékk svo Pizzu í hádeginu sem mér líkað sko stór vel og Mandarínur í eftirrétt... Var svo bara heima með Pabba að chilla meðan mamma fór með Oliver í skólan og eitthvað að útrétta.... Við fórum svo í smá bíltúr í kvöld og þá sagði ég "mamma hvar eru töskurnar svo mamma spurði nú hvaða töskur þá sagði ég sem við ætlum með í flugvélina" aftur hélt ég að við værum á leiðinni í Ömmuhús.... En NEI svo var nú EKKI.... Þegar heim var komið voru það náttföt og bælið sem beið mín... Á leiðinni upp í rúm sagði ég við Ma ég ætla ekki að hringja í Ömmu Sætu og segja henni frá klippingunni minni ég ætla bara í heimsókn til hennar og leyfa henni að fikta í hárinu mínu þá finnur hún alveg að það er búið að klippa mig!!! Vá ég held sko að lífið sé svona auðvelt að við hendumst bara reglulega upp í flugvélar og í heimsókn til Ömmu Sætu eins og ég kalla hana þessa dagana.....
En svona er nú bara lífið þegar maður er 3 ára....
Ætlum að segja þetta gott í dag....
Kv. Kristofer Stríðnispúki

Thursday, November 10, 2005

Róleg heit....

Góða kvöldið
Jæja hvað segið þið eiginlega þá???
Ég segji sko bara fínt enda kominn vel inn í draumalandið!!!!!
Dagurinn í dag var sko bara fínn, ég vaknaði fyrir allar aldir og fór fram úr og fékk mér smá í gogginn, Ma náði svo að plata mig aftur upp í rúm þegar Oliver fór í skólan, ég nennti því sko ALLS EKKI og var ekkert smá glaður þegar ég sá smettið á honum Pabba mínum.... En þá dreif ég mig sko framúr og spurði pabba hvort við ættum ekki bara að fara saman niður í sófa!!!!! Ég fékk mér nú bara aftur að borða með karlinum og við fórum svo niður þar sem sá Gamli er hálfslappur!!!! Var bara niðri að chilla og leika mér þangað til Ma dró okkur pabba út og við nenntum því sko ALLS EKKI..... En við létum til leiðast... Eftir Mall ferðina drifum við pabbi okkur heim þar sem mamma ætlaði að eyða meiri tíma í bænum.... Við fórum því bara heim karlarnir að undirbúa hádegismat þar sem sá Gamli átti að mætta aftur í vinnu seinni partinn.... Við borðuðum svo matinn og skutluðum karlinum í vinnuna.... Við Ma fórum svo í smá tiltekt meðan Oliver lærði, skutluðum svo Oliver stóra í Íslenskuskólan og við fórum bara í búðarráp á meðan (drepa tíman þangað til Oliver yrði búinn)..... Svo sóttum við Oliver í myrkrinum (en það var orðið frekar svona dimmt) og þá voru allir krakkarnir út að leika og ég græddi sko bara á því fékk að leika smá með þeim :-) Keyrðum svo heim og í náttföt og bælið þar sem ég var orðinn VEL ÞREYTTUR og það er skóli hjá mér á morgun.... En svona er það bara skal ég segja ykkur... Bara fínn dagur eins og allir hinir í mínu lífi.....
Látum þetta duga í bili
Kv. Kristofer Pabbastrákur

Wednesday, November 09, 2005

Loksins kominn heim.....

Helló allir saman,
Já þá loksins bloggum við aftur....
Við erum sem sagt kominn heim í HEIÐARDALINN og já kominn í okkar venjulegu rútínu... Sem gekk sko bara vel svona ykkur að segja...
Annars var sko bara gaman á Íslandi, mér líður alltaf svo vel í Ömmuhúsi og sakna hennar ömmu minnar núna vill bara að hún drífi sig yfir í heimsókn... Annars var ég nú alveg tilbúinn til þess að fara heim til Pabba sæta og var alveg sáttur við það að fara heim og gekk heimferðin bara nokkuð vel þó svo við höfum þurft að vakna á mjög svo ókristilegum tíma.... Takk fyrir okkur Amma Sæta :-)
Dagurinn í dag var sko bara skemmtilegur ég fór í skólan í morgun og keyrði Ma mig þar sem Pabbi var að vinna svo var ég sóttur í hádeginu eins og alla hina dagana og þá komu bæði Ma og Pa að sækja mig sem mér þótti sko alls ekki leiðinlegt, við ákváðum svo að skella okkur í Auchan að skoða Jólagjöf fyrir Oliver áður en við myndum sækja Oliver í skólan... Svo var sko bara ÓGEÐ GÓÐUR hádegismatur á þessu heimili já já það voru sko SS pylsur já beint frá Íslandi ekkert smá gott.... Svo var aftur skóli hjá mér eftir hádegi sem var sko bara fínt... Var svo sóttur þegar skólinn var búinn og þá var farið heim í chill meðan Oliver lærði og eftir lærdóminn hans var brunnað í Mallið og já já við feðgar fórum ALLIR sem EINN í klippingu og ég stóð mig sko eins og HETJA ég með ALLT mitt hár sat alveg kjurr allan tíman... Og var heavy montinn eftir klippinguna!!!! Nema hvað... Við drifum okkur svo heim fljótlega eftir klippinguna svo ég kæmist í bælið þar sem ég var orðinn VEL ÞREYTTUR eftir langan dag!!!!!! Sef núna eins og ljós í bílarúminu....
Vona að pikkólína verði duglegri að blogga fyrir mig hér eftir....
Kv. Kristofer með nýju klippinguna...