Helló allir saman,
Já þá loksins bloggum við aftur....
Við erum sem sagt kominn heim í HEIÐARDALINN og já kominn í okkar venjulegu rútínu... Sem gekk sko bara vel svona ykkur að segja...
Annars var sko bara gaman á Íslandi, mér líður alltaf svo vel í Ömmuhúsi og sakna hennar ömmu minnar núna vill bara að hún drífi sig yfir í heimsókn... Annars var ég nú alveg tilbúinn til þess að fara heim til Pabba sæta og var alveg sáttur við það að fara heim og gekk heimferðin bara nokkuð vel þó svo við höfum þurft að vakna á mjög svo ókristilegum tíma.... Takk fyrir okkur Amma Sæta :-)
Dagurinn í dag var sko bara skemmtilegur ég fór í skólan í morgun og keyrði Ma mig þar sem Pabbi var að vinna svo var ég sóttur í hádeginu eins og alla hina dagana og þá komu bæði Ma og Pa að sækja mig sem mér þótti sko alls ekki leiðinlegt, við ákváðum svo að skella okkur í Auchan að skoða Jólagjöf fyrir Oliver áður en við myndum sækja Oliver í skólan... Svo var sko bara ÓGEÐ GÓÐUR hádegismatur á þessu heimili já já það voru sko SS pylsur já beint frá Íslandi ekkert smá gott.... Svo var aftur skóli hjá mér eftir hádegi sem var sko bara fínt... Var svo sóttur þegar skólinn var búinn og þá var farið heim í chill meðan Oliver lærði og eftir lærdóminn hans var brunnað í Mallið og já já við feðgar fórum ALLIR sem EINN í klippingu og ég stóð mig sko eins og HETJA ég með ALLT mitt hár sat alveg kjurr allan tíman... Og var heavy montinn eftir klippinguna!!!! Nema hvað... Við drifum okkur svo heim fljótlega eftir klippinguna svo ég kæmist í bælið þar sem ég var orðinn VEL ÞREYTTUR eftir langan dag!!!!!! Sef núna eins og ljós í bílarúminu....
Vona að pikkólína verði duglegri að blogga fyrir mig hér eftir....
Kv. Kristofer með nýju klippinguna...