Monday, June 06, 2005

2 dagar í flugvélina

Vá hvað tíminn er fljótur að líða. En já alla vegana eru 2 dagar í brottför hjá okkur, ógeð stutt. Kriss minn þessi elska gerir sér held ég ekkert grein fyrir því hvað er að fara að gerast og bað um það eftir að hafa hitt hana Falasteen vinkonu sína í sundi í gær (var að vísu rosalega feiminn við hana) að fá að fara í leikskólan sinn aftur og fara á STÓRU DEILDINA með honum Haraldi vini sínum. Svo mamma sagði eigum við ekki bara að kíkja í heimsókn til Heimis Þórs á morgun (mánudag) því var nú fljótt svarað en Mamma mín hann er ekki á mínum leikskóla svo mamma sagði mér að hann væri nýkominn heim frá Danó og ætti fullt af dóti (það er sko ekkert dót heima hjá okkur) þá sagði ég OK en á hann þá bíla og hjól.... Og þegar hann uppfyllti þau skilyrði mín sagði ég Fínt við getum heimsótt hann.... Við kíkjum þangað eftir að við verðum búinn að þeysast um allan bæinn í dag þar sem það lítur út fyrir að verða RIGINING hjá okkur í dag OJ BARASTA..... En við þurfum að fara á nokkra staði þetta er bara sem fylgir þessum flutningum okkar og við notum tíman meðan hann Oliver okkar er í skólanum (verður að vísu skólaferðalag í dag) og í Dægró til að fara á rúntinn Kriss til mikillar gleði (hann er sko ekki þessi sitja í bíl strákur eins og bróðir hans hefur alltaf verið, hann nennir því engan veginn hann vill heldur fara út að labba og leika!)....
Annars var helgin hjá okkur bara fín við fórum til Ömmu Dísu á laugardaginn í kveðju kaffi og þangað mættu bara allir Langa, Diddi Dísel, Kristel, Óli, Harpa, Hekla, Óli Björn, Siggi og Sigga og þar var sko boðið upp á tertur og læti og við vorum þar fram eftir degi og svo ætluðum við í heimsókn til Kristínar á eftir þar sem Amma var þar en vitir menn hann Kriss minn var svo þreyttur að hann sofnaði í bílnum svo Ma henti bara Oliver út hjá Kristínu og fór með mig heim og já já ég svaf þangað til Reynsi frændi vakti mig og það var sko næstum 3 tímum seinna... Ekkert smá gott að ég tók góðan lúr. Svo í gær byrjaði dagurinn í sundlauginni en við fórum sem sagt í Salalaugina í Kópavogi sem var sko bara fínt en ég var svo þreyttur eftir sundið að mamma fór með mig beint að sofa þegar við komum heim. Þegar ég vaknaði var hún Rebekka frænka í heimsókn og ég náði að kyssa hana bless. Svo var ákveðið að viðra okkur bræður og við og Ma löbbuðum niður í Smáralind að kaupa nesti fyrir Oliver og hetjan ég labbaði fram og tilbaka eins og ekkert væri. Þegar við vorum að koma heim þá hringdi Reynsi frændi og vildi endilega bjóða strákunum með sér og Tinnu í göngutúr og þeir bræður héldu það nú og það var farið í langan göngutúr með hana rófuna.... Svo já kom Kristín með Tvíbbana í heimsókn og ég lék mér svona aðeins við þá svo var farið með mig inn að sofa og ég var svo þreyttur eftir sundið og allt þetta labb að ég gjörsamlega steinrotaðist á nóinu...
Vonandi geri ég eitthvað skemmtilegt í dag og eflaust á ég eftir að gera eitthvað af mér ég bara eftast ekki einu sinni um það...
En þangað til þá...
Bæjó spæjó

Thursday, June 02, 2005

Kominn 2. júní

Helló allir saman
Vá hvað tíminn er nú fljótur að líða.. En já alla vegana þá er ég núna búinn að vera heima með Ma í 2 heila daga og geri nú aðrir betur. Þetta er bara alveg ágætt við erum sko bara búinn að vera á ferðinni enda nóg að gera hjá stórri fjölskyldu eins og okkar. Í gær komu svo Tvíbbarnir og Kristín í heimsókn til okkar og við fórum öll saman í göngutúr sem var bara fínt. Svo labbaði Reynsi frændi með mig í skólan til Olivers og sækja hann sem mér fannst líka algjört SPORT. Svo löbbuðum ég, Ma, Amma með Kristínu og Tvíbbunum heim í gærkvöldi og toppuðum þetta svo með að labba heim aftur enda var ég DAUÐÞREYTTUR þegar ég kom heim var klæddur í náttfötin og sofnaði í fanginu á ömmu (enda hafði ég ekkert lagt mig um miðjan daginn). Svo í dag var það sama nema hvað ég var svo ÆGILEGA BORING þegar ég vaknaði en svo ákváðum við Ma að skutla ömmu í vinnuna og þegar við vorum búinn að því þá var ég orðinn ennþá leiðinlegri þá komst mamma að því að ég væri bara svona rosalega þreyttur og skutlaðist með mig aftur inn í rúm og vitir menn við Ma sofnuðum á nóinu og Mamma vaknaði rétt fyrir 10 þegar pabbi hringdi í hana en ég svaf áfram og vaknaði rétt fyrir 10:30, þá kom Langi í heimsókn og lagaði hurðina fyrir okkur og þegar hann fór rétt um hádegið fórum við Ma á rúntinn og vorum á honum fram eftir degi, fórum svo heim og ákváðum að taka langan göngutúr og pikka Oliver upp á leiðinni heim. Sem var bara fínt skal ég segja ykkur. En ég útistrákurinn var ekki alveg sáttur þegar heim kom svo Reynsi frændi bauð mér með sér á róló og eitthvað skemmtilegt og þá náði ég að útrása mig.... Þegar ég svo kom heim þá fór ég að leika við Tvíbbana þar sem þeir voru í heimsókn hjá okkur.. Svo var ég orðinn frekar mikið skítugur og þreyttur svo sú gamla skutlaði mér í sturtu og svo fór ég inn í rúm enda dauðþreyttur eftir útiveruna....
Svo þetta er bara alveg ágætt að vera svona heima með kellingunni, ég tala að vísu frekar mikið um leikskólan og STÓRU DEILDINA en ég hefði sko verið byrjaður þar ef ég hefði ekki verið að fara að flytja til Lúx (en ég fékk að kíkja þangað niður nokkrum sinnum með honum Haraldi vini mínum mér og honum til mikillar gleði þar sem maður stækkar sko alveg um 12 númer við að fara á stóru deildina)...
En já annars styttist alltaf í brottför hjá okkur ekki nema örfáir dagar í það, en við förum sem sagt héðan næsta miðvikudag leggjum af stað héðan um hádegisbilið en við eigum flug út klukkan 15:15... Svo nú eru bara nokkrir dagar í þetta hjá okkur...
Jæja nú ætlar sú gamla að fara snemma í bælið þar sem við þurfum að ræsa út Oliver í fyrramáli og jafnvel skutla ömmu ef við ætlum að hafa bíl (en við erum að hugsa um að hafa bílinn hennar á morgun svo við getum kíkt í Lögguvinnuna hennar mömmu og kvatt liðið)...
Bið að heilsa ykkur í bili
kv.
BGB