Mojen
Jæja þá er þessi Fimmtudagur senn á enda og ég á leiðinni til Íslands, jú hú....
Dagurinn í dag var bara alveg ágættur.. Fór seint á fætur, gamla settið var nefnilega svo þreytt og Oliver tók strætó í skólan svo já nú átti að plata mig til að sofa lengur en það gekki ekki alveg, en ég er nú bara svo sjálfbjarga að ég náði mér bara sjálfur í Coca Puffs og fékk mér morgunmat og að sjálfsögðu nokkar Mandarínur og lék mér bara, ekkert smá góður... Svo ákvað nú Ma að fara á fætur og fara með mig í bæinn það var svo ægilega gott veður.. Jú jú það var bara fínt við í bæinn að chilla, ég var sko bara góður þar sem við byrjuðum bæjarferðina á því að sjá 2 róna vera að rífast og var annar þeirra að hamra eitthvað á hinum svo já ég ákvað að þetta væru ljótir karlar svo ég ákvað bara að vera STILLTUR og GÓÐUR allan tíman og já hvað ég var nú góður meðan Ma var að máta, ég gat nú sagt henni hvað mér þótti flott og ljót og lét skoðanir mínar óspart í ljós..... Á endanum náðu svo Pa og Brósi í okkur Ma í bæinn og þá var bara farið beint heim.... Þá ákvað Ma að elda spaghetti meðan við Karlarnir tókum til í bílskúrnum (fullt fullt af pappa í skúrnum) svo við fylltum Vinnubílinn af drasli svo var borðað og farið beint í endurvinnsluna.... Skutluðum svo Oliver stóra í Íslensku skólan, á meðan fórum við þ.e.a.s ég og Gamla settið bara á rúntinn og kíkja í Junglister í Mallið þar.... Drifum okkur svo heim til að chilla.... En ég fékk að vaka aðeins lengur og var svo settur í heita sturtu fyrir svefninn og sofnaði alveg á metttíma, enda vel þreyttur og að sjálfsögðu spenntur fyrir morgun deginum...
Vitum ekki hvort við verðum dugleg að blogga meðan við erum á Íslandi en það kemur bara í ljós...
Hlakka til að sjá ykkur sem flest á Íslandi...
Góða nótt og sjáumst á morgun...
Kv. Kristofer